Kæru ættingar og vinir..

Ég óska öllum þeim fjölmörgu vinum mínum og ættingjum um allt land Gleðilegs nýs árs, með innilegri þökk fyrir liðnar ánægjustundir. Ekki síst  hlýhug og stuðning, sérstaklega við útgáfu og sölu  hljómdisksins Litið um Öxl
Sérstakar þakkir fær samt bloggvinahópurinn minn Heart fyrir frábærar móttökur, og hitting..LoL
Blessun fylgi ykkur ætíð.
bny401
Hlý áramóta kveðjaWizard

Ég er sorgmædd.

Þetta finnst mér ganga yfir öll mörk siðmenningar. Nú styð ég ekki lengur mótmæli af neinu tagi. Ofbeldi og skemmdarverk hjálpar engum, skemmir bara fyrir orðspori þeirra sem valda því. Ég gerði ekkert af mér..  Kryddsíldin var samt tekin af mér.
mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö áföll á Akueyri.

Það er alltaf sparkað í þá sem lægstir eru.  Þarna er þörf á hjálp ef einhvern tímann er þörf, þá er hún í dag fyrir þá sem mæðir mikið á eftir hrunið mikla. Það hlýtur að vera hægt að skoða aðra þætti innan stofnunninnar. 

Síðan langar mig til að bæta við þessa frétt annarri frétt sem er ekki áberandi hér, en brennur á mér  og öðrum landsbyggðarfólki.

Það heyrist ekki mikið um reglur EES þessa dagana. Allskonar reglur sem hefur verið hampað undanfarin ár.. Hvað varð um þær? Ekki það  að ég hafi verið mjög hlynnt þessum reglum og þvingunum undanfarinna ára, og alls ekki öllum þeim auka kostnaði  sem fólk var látið borga til að geta haldið  rekstri sínum áfram.. Ég get ekki  orðabundist.  Það kom nefnilega meðal annars..“ með reglum EES“ að fólk sem er vistað   stofnunum ætti að vera á einbýli, herbergi sem er ákveðið í fermetra stærð og innangengt á snyrtingu.  Það var gefin viss tími til að breyta herbergjaskipan, og að sjálfssögðu  fóru flestir af stað,  en auðvitað með miklum tilkostnaði ..  Þessi breyting er víða komin sem betur fer, og gefur heldriborgurum frelsi til að lifa með reisn. Nú virðist vera eins og þessar reglur hafi hrunið undir bákn bankana og finnist ekki frekar en fjármagnið sem varð til vegna EES reglnanna. 

Erum við kannski gengin aftur úr EES?? Það væri betur ef svo væri.

Ég er að rifja þetta upp í kjölfar fréttar sem ég var að hlusta á í svæðisútvarpinu í kvöld. Það á nefnilega að leggja niður stofnun á Akureyri sem er kölluð Sel. Þessi stofnun er öldrunarstofnun.

 Heil deild,  byggð á sínum tíma sem einbýli, einstaklingarnir fá að búa þar til  6 jan . Flytja á þá starfssemina  á Kristnes. Þar  verður fólkið að búa með öðrum í herbergi.  Stórt spor aftur á bak í sögu þjóðar. Hvað eru lög, og hvað eru kenjar.?

Það væri fróðlegt að sjá fleiri EES reglur tínast eins og þessar, og væru glataðar þeim sem  voru þvingaðir til að taka þær  upp.

Þá á ég td. við  hvíldartíma bílstjóranaWoundering sem Sturla og félagar mótmæltu á sínum tíma, en upp skáru gas.  Hvernig væri að nota nú gasið á svikahrappana í þjóðfélaginu og á þá sem eru nú að brjótareglur, komast upp með það...

 


mbl.is Uppsagnir á geðdeild FSA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúnin mín fyrir árið 2009..

Jæja ágætu lesendur mínir..nú er búið að bjóða mér á ball í Svarfaðardal 3 janúar nk.. ekki dónalegt það.. Samkvæmt því verður árið byrjað með stæl, því það er mjög langt síðan að ég hef farið á sveitaball.. Spennandi ekki satt?Cool.

Ég var að draga spáspil svona til gamans fyrir mig... jú  áramótin eru oft upphaf einhvers nýs sem er að banka upp hjá manni. Vinkona mín sendi mér sína sýn á framtíð mína eða spá til mín..  Ég er mjög sátt við þann lestur, hún er snillingur konan sú.. Það verða sem sagt breytingar hjá mér á næsta ári svo um munar.. ég bara bíð spennt eftir tækifærunum sem munu birtast mér.  Hún sagði meðal annars að ég ætti að hætta að segja já ekkert mál LoL (það er mér svo tamt að gera). Nú á  ég að fara að  hugsa mig um áður en ég svara einhverri beiðni. Það er rétt ég á það til að segja já ég skal gera það, ég stend  líka við orð mín, og klára verkið. LoLEn hér kemur merking spilsins sem ég dró áðan. Spilið er reyndar rún í formi spila.  Hún heitir Ansuz- Óss-(Ás) það merkir.. Leiðtogi, réttlæti, seiðmaður, andagift, umbreyting og  spámaður.. Það er ekkert annað.

Nú bíð ég spennt eftir að þessi rún birtist mér í raunveruleikanum.. Það  er svo gaman að spá í framtíðina.  Ég vissi eftir öðrum leiðum að árið 2009 verður mér gott, og 2010 en betra.  Ég hlakka til framtíðar minnar.  Ég mun uppskera eins og ég sáði til.HeartGrin 


Saklausu mennirnir.

Eru þeir ekki í hjálparstarfi hér heima þessar elskur? 

Ráðleggja þeim sem þeir höfðu fjármunina af?..

Það er nú aldeilis  gefandi starf og heillandi fyrir land og líð að vita af því....


mbl.is Engar ólögmætar færslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara ég.

Er bara að láta vita af mér.  Ég nenni ekki að blogga, er í leti stuði. Kannski búin að borða of mikið LoL um hátíðina, nei nei er það nokkuð..??Cool

En ég hef það mjög gott, nýt hverrar stundar sem kemur til mín. 

Ég átti yndislegt samtal í síma í dag sem ég er en að hugsa um, og síðan annað inn á neti rétt áðan 

Lífið er gott, fullt af tækifærum frið og kærleik.Heart Njótið þess að vera þið, af því að þið eruð einstök.Halo


Ha hver átti þá að vita það.

Geir!  þetta er ekki trúverðugt. Fari þið bara að játa mistök ykkar.  Jú.. þið eruð mannleg eins og við almenningur..  Það gera allir mistök.  Ekki skrökva að þjóðinni sem kaus þig sem traust sjálfstæðismanna.
mbl.is Vissi ekki af tilboði FSA vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upprifjun ársins og jólakveðja..

HeartPicture1  Picture4   Picture2   Picture3 

Um leið og ég óska bloggfélögum, vinum  mínum og frændfólki innilega gleðilegra jóla og gæfu á nýju áriSmile langar mig að rifja upp  atburði síðastliðins árs, og monta mig smá. 

Um áramótin 2007-2008 breytti ég um starf og fór aftur í kokkamennskuna.  Það starf var ég búin að vinna við alllengi, (en með hléum)..með þakklátum neytendum hvort sem þeir voru háir eða lágir. Það var samt eitthvert hættu merki  sem komu upp í hugann þegar ég sótti um starfið. Ég skeytti því ekki einhverra hluta vegna.  Starfið fór vel af stað, mér var mjög vel tekið. þarna voru hefðir fyrir sem varð að brjóta upp að ósk stjórnanda.  Það tókst með ágætum. Hvergi voru neinar meiri háttar hindranir, bara gaman, en mikil ábyrgð.  Ég sagði ekki alveg skilið við gamla starfið, sem var afgreiðsla í heilsubúð.. Ég vann þar aðra hvora helgi áfram.  Ég kann mjög vel við að vera innan um fólk, hef gaman af því að  spjalla og fræðast um leið. Það starf heillar migLoL verð ég að játaHeart.. En það bankaði upp á hjá mér ótrúleg hindrun þann 15 apríl sl.  Þá var keyrt í veg fyrir mig þegar ég var á leiðinni í vinnuna (kokkastarfið) á þjóðvegi eitt, alveg gjörsamlega óvænt atvik. Ég var á 90 km hraða. "Bang" Þarna mætti ég örlögum mínum,  stærstu hindrun lífs míns á einu augnabliki.  Í dag er ég þakklát fyrir að hafa ekki farið ver,, þó svo ég sé með verki upp á hvern dag, og misjafnlega stirð. Ég nefnilega áttaði mig á því að margir lenda í hjólastól og verða það ævina á enda.  Ég er þakklát fyrir að geta gengið, setið, hlegið, keyrt, og ekki síst andað.  Ég stefni alltaf á að fá verkjalausa framtíð.  Það kemur.Halo

Af börnunum mínum er allt gott að frétta.  Róbert  minn er en í skóla, nú er hann að læra heilbrigðisverkfræði þessi elska, og  vinnur með eins og ekkert sé sjálfsagðara.  Margrét hans heldur vinnunni sem er frétt í dag, því hún vinnur hjá fjármálafyrirtæki og það er ekkert sjálfgefið að halda þeirri vinnu, er á meðan er. Þau er flott saman, skilja hvort annað vel, enda fædd á sama degi.Grin

Svavar minn er búin að standa í ströngu á árinu.  Hann er með erlend lán sem hafa margfaldast í rússíbana krónufallsins.  Hann er duglegur ásamt henni Thelmu sinni.  Þau horfa fram á við,  bjartsýn á lífið og tilveruna. Þau eiga stóran draum sem ég vona að rætist. WizardÞeirra litla skott er Sædís Sól, ömmu jólarós 4 ára..Heart

 

Sólin 013
Sædís Sól Svavarsdóttir. Myndin tekin í jólahúsi Eyjafjarðar í sumar.
Svanur og Stella Marís fundu ástina á ný og eru drengirnir þeirra auðvitað alsælir með það. Þeir eru. 
n1382762914_30184071_9399
Kristófer Orri  9 ára.
n1382762914_30184072_121
Bergsveinn Leó 7 ára.
Svanur heldur sem betur fer vinnunni  sinni, en Stella missti sína fyrir stuttu... því miður..Woundering
Kjartan Már... Másinn minn eins og ég kalla hann stundum, heldur sinni vinnu hjá B&L, og vona ég að hann verði þar áfram. Hann er hörkuduglegur eins og allir mínir strákar eru. Sara hans er ekki síðri í vinnu.  Hún er innkaupastjóri hjá N1 og vinnur um helgar á veitingastað. Þau eiga litla  dúllu sem varð 2 ára á Þorláksmessudag. HaloHeart
SANY0039

Kolbrún Laufey Kjartansdóttir á jólunum í fyrra.

Þessi litla kona bræðir hjartað hennar ömmu sinnar, hún er einstök eins og öll mín barnabörn eru. Það er aldurinn og einlægnin sem bræðir Kissing ekki satt. Heart

Sædísin hennar ömmu er sjálfstæð kona, hún er frekar lítið fyrir knúsið. Whistling

Ég sé þau líka öll "alltof sjaldan".

Elvar Daði er minn yngsti sonur.  Hann er laus og liðugur. (stelpur). og  bráðmyndalegur í öllu sem hann gerir. Hann er með fína vinnu, hörkuduglegur og samviskusamur. Hann gefur hvergi eftir hvort sem hann er að keyra sendibílinn, eða á dekkjaverkstæði. Wizard

Lífið gengur sinn gang hjá þessum elskum öllum.  Aðalmálið er að vera heill og hamingjusamur í hjarta. Hvernig er annað hægt, þegar allt er til alls, og heilsan í lagi.LoL

Ég er sko heppinn með mitt fólk, og þakka guði fyrir þau öll með tölu..

Úr einu í annað.

Á þessu herrans ári 2008  þann 15 október sl  gáfum við afkomendur föður míns Svavars Jónssonar frá Öxl í Þingi út geisladisk með 11 lögum eftir hann, spiluðum af honum, ásamt Svavari syni mínum, sem spilaði með afa á gítarinn sinn í gegnum árin.. eða þegar tækifæri gafst. Alltaf var stutt í brosið og nikkuna hjá þeim gamla þegar eitthvað stóð til. Svavar minn naut þess ekki síður að spila með afa. Það voru ánægjulegir tímar, sem gleymast seint.

   Þarna naut ég aðstoðar frá öðrum syni mínum  honum Róbert  sem kom móðir sinni á óvart, eins og oft áðurLoL.  Hann spilaði inn á eitt lagið á diskinum í ágúst með trompet sem hann hafði farið að læra á í febrúar 2008. Ég hafði ekki grun um að það hljóðfæri væri komið að vörum hans. þetta var góð orka og skemmtileg vinna. Þúsund þakkir til allra þeirra sem hjálpuðu mér við að koma upptökunni minni á disk,  því það var ég sjálf sem tók lögin upp heima hjá föður mínum, tókst alveg ótrúlega vel þó ég segi sjálf frá.  Notað var söluverð harmonikkunnar til að fjármagna verkefnið. Faðir minn lést í janúar 2007, en við gáfum diskinn út á 80 ára fæðingadegi hans. 

Diskurinn heitir: Litið um öxl..

HeartSvona geta stórir draumar ræst.LoL

Ég kann ekki að setja framhliðina á disknum hér inn.

Ég fékk mér bókina Reiknaðu þig út eftir Benedikt S.Lafleur um daginn.

Nú er ég í því að reikna mig út, og sýnist mér næsta ár verða mér gott, en 2010 en betra  Ég lít björtum augum til framtíðar á allan hátt, og er nokkuð viss um að það rætist.

Ljós og kærleikur til  allra með jólaóskum frá stoltu dótturinni, móðurinni og ömmunni á Akureyri..

Blessun guðs fylgi ykkur öllum nær og fjær.

Ég bið af hjarta barnið mitt

að blessist sérhvert sporið þitt.

Engill Guðs þér haldi í hönd

í hjarta þínu um ókunn lönd.Heart

            Höf. S.B.Sv

 

 


Skiptum jafnt..

Já seljum þessar hallir strax, og leigjum íbúðir  í ódýrari hverfum borgana. Síðan er mjög mikilvægt að lækka ofurlaunin það  mikið að  þau verði aldrei meira en helmingi hærri en lægstu launin í landinu..  Þeir sem hafa notið hárra launa  hingað til hljóta að geta lifað af helmingi hærri tekjum en þeir skuldsettustu á lágum launatexta...Notum tækifærið núna og gefum upp á nýtt.

Við erum öll jöfn fyrir guði og mönnum.  Skiptum sjóðnum með jafnri virðingu á allar stéttir þjóðfélagsins.


mbl.is Sendaherrabústaðir verði seldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því ekki Íslandshreyfinguna?

Því ekki að efla Íslandshreyfinguna hans Ómars, ég held að við verðum sterkari þannig sem heild. Það hefur sýnt sig á liðnum árum að það er erfitt að koma á fót nýjum hreyfingum.  Ómar er með góðar hugsjóir í sinni hreyfingu og er örugglega til í að þétta sína áhugamála skrá.. Ég vil endilega sjá landsmenn fylkja sér saman í einni stórri hreyfingu  til að ná sem bestum árangri í kosningum.  Við kjósum "öryggi" fólkið sem tók engan þátt í hruninu, en er skuld sett í botn vegna óráðssíu ráðamanna..
mbl.is Framfaraflokkurinn fær listabókstafinn A
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband