Rúnin mín fyrir árið 2009..

Jæja ágætu lesendur mínir..nú er búið að bjóða mér á ball í Svarfaðardal 3 janúar nk.. ekki dónalegt það.. Samkvæmt því verður árið byrjað með stæl, því það er mjög langt síðan að ég hef farið á sveitaball.. Spennandi ekki satt?Cool.

Ég var að draga spáspil svona til gamans fyrir mig... jú  áramótin eru oft upphaf einhvers nýs sem er að banka upp hjá manni. Vinkona mín sendi mér sína sýn á framtíð mína eða spá til mín..  Ég er mjög sátt við þann lestur, hún er snillingur konan sú.. Það verða sem sagt breytingar hjá mér á næsta ári svo um munar.. ég bara bíð spennt eftir tækifærunum sem munu birtast mér.  Hún sagði meðal annars að ég ætti að hætta að segja já ekkert mál LoL (það er mér svo tamt að gera). Nú á  ég að fara að  hugsa mig um áður en ég svara einhverri beiðni. Það er rétt ég á það til að segja já ég skal gera það, ég stend  líka við orð mín, og klára verkið. LoLEn hér kemur merking spilsins sem ég dró áðan. Spilið er reyndar rún í formi spila.  Hún heitir Ansuz- Óss-(Ás) það merkir.. Leiðtogi, réttlæti, seiðmaður, andagift, umbreyting og  spámaður.. Það er ekkert annað.

Nú bíð ég spennt eftir að þessi rún birtist mér í raunveruleikanum.. Það  er svo gaman að spá í framtíðina.  Ég vissi eftir öðrum leiðum að árið 2009 verður mér gott, og 2010 en betra.  Ég hlakka til framtíðar minnar.  Ég mun uppskera eins og ég sáði til.HeartGrin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott  fyrir þig kæra Sigga mín ,ef það er gott næsta ár hjá þér ,það átt þú alveg öruglega skilið . Alltaf er gaman að sjá ljósið í skammdeginu . Stundum er gaman af slíku grúski og það veitir manni meiri von um betri tíð og blóm í haga .Eigðu góðan dag  systir góð.

Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 07:43

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Meigir þú hafa það sem allra best á nýju ári Sigga mín

Kristín Gunnarsdóttir, 30.12.2008 kl. 08:44

3 identicon

Mer er líka boðið á ball í Svarfaðardal 3. jan   Við sjáumst þá   Gleðilegt ár Sigga mín

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 10:52

4 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Takk fyrir góðar óskir Nonni minn.. Já við horfum til framtíðar og færumst alltaf nær og nær óska okkar. Lífið á að vera ljúft...

 Sömuleiðis Stína mín takk fyrir góð kynni.

Jæja það er gaman Unnur mín, óvænt og skemmtilegt.  Við sjáumst þá kátar og hressar (snemma) á nýju ári..

Sigríður B Svavarsdóttir, 30.12.2008 kl. 11:03

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það er ekkert annað, kemur mér ekki á óvart og þú mín kæra munt uppskera eins og þú sáir.
Góða skemmtun á nýu ári á sveitaballinu, þau ku vera afar skemmtileg.
Gleðilegt ár elskuleg og hlakka til að sjá þig á nýu ári.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.12.2008 kl. 14:52

6 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Takk fyrir innlitið Milla mín, og kvittin öll á liðnu ári.  Já ég veit ekkert hvað ég er að fara út í en boð er boð, ég þigg það glöð og kát..Þetta er eitthvað spennandi, nema að eitthvað annað toppi það, og allt breytist á einu augnabliki.  Maður veit aldrei.

Gleðilegt ár Milla mín elskuleg, og takk fyrir góðar stundir heima og að heiman.  Ég kíki á þig sennilega fyrr en þig grunar. Hafðu það gott þangað til, bæði líkamlega og andlega.

Sigríður B Svavarsdóttir, 30.12.2008 kl. 16:12

7 identicon

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 18:49

8 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Jæja er mín bara að fara á djammið í byrjun árs það er gott hjá þér,byrja árið með trompi,ég ætla kannski á áramótaball hérMér líst vel á það að árið 2009 leiki þig vel,þú átt það bara skilið,,,,ég held og veit að þú ert engill í dulargerfi það leikur engin vafi á því

Gleðilegt ár Sigga mín og hafðu það nú gott á áramótunum og ef þú ætlar að fá þér far með flugelda þá skaltu lenda á Fossöldunni á Hellu

Guðný Einarsdóttir, 30.12.2008 kl. 19:14

9 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

 Takk fyrir heimboðið heillin mín.  Það er spurning hvaða átt verður,, hvar ég lendi  ertu með stromp? Þá gæti ég kannski stoppað mig af fluginu mikla..  það væri spennandi. HOHOHO.

Takk fyrir Engilinn minn..

Tveir englar á ferð   ekki leiðilegt það.

Ég á eftir að draga spil fyrir þig og spá aðeins í framtíðina ,, svona galdraspil. Þú veist..Gleðilegt ár Elskuleg þú verður með heitt á könnunni upp úr áramótunum,þegar ég kem á galdra prikinu  Sjáumst..

Sigríður B Svavarsdóttir, 30.12.2008 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband