Hættum að hugsa út á við, hugsum inn á við.

Hættum að hlúa að öðrum minntum en íslenskukrónunni. Hættum að hugsa um hvað aðrir eru að gera.  Hugsum inn á við, um okkur sem heild, um afkomendur okkar "börnin" sem erfa bullið sem við forfeður þeirra settum þau í "og fórum létt" með án þess að hafa tekið þátt í útrásinni sjálf. Reynum allt til að vera sjálfstæð sem þjóð með okkar minnt, annað bara gengur ekki. Forfeður "okkar" sem erum nú á miðjum aldri, ruddu slóð þá sem við höfum farið hingað til.  Þau byggðu upp með miklum dugnaði og áræðni. Veganestið þeirra var vinna frá hjarta á bjartsýni til framtíðar. Þau byggðu upp "lýðræði"og byggingar sem okkar kynslóð hefur rifið niður með fyrirlitningu um bilt þeim og breytt að utan sem innan því ekkert var nógu gott fyrir þessa kynslóð.  Forfeðurnir voru settir til hliðar sem annars flokks fólk "tekjulega séð" og vanvirt með ýmsum gjörðum. Hvernig ætlið þið sem vaðið  áfram í villu og græðgi á okkar dögum að eiða ykkar ellidögum og hvar? Ég held að eingin hugsi lengra en nefið á þeim nær. Landsflótti er ekki lausnin, það er bara innri flótti frá eigin gjörðum. Vandamálin fylgja með í pakkanum.  Leysum vandan saman hér heima. Treystum krónuna og lækkum vextina sjálf með jákvæðri hugun.

Hlúum að krónunni verum sjálfstæð áfram. Hvernig haldið þið að heimilið ykkar líti út ef það er aldrei hlúð að því? Bara hlúð að öðru heimili út í bæ? það segir sig sjálft, ekki satt. Hugsun allra er orkan sem unnið er með hvort sem hugsunin  er jákvæð eða neikvæð. Gefið  barninu ykkar öryggi og kærleik, í stað skulda?  Það gilda allsstaðar sömu lögmál. Það eru ótrúlega margir sem halda að allt lagist allt með því að ganga í ESB.  Því lík fyrra. Hver tekur við lánum þínum lesandi góður  og skrúfar vexti niður á núllið og klippir síðan núllin aftan af ógnar upphæðum. ENGINN.


mbl.is Evruvextir fara ekki í núllið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bailey

Frábær pistill og gott efni til umhugsunar

Bailey, 18.4.2009 kl. 11:31

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála þér ljúfust hugsum inn á við um heildina.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.4.2009 kl. 16:25

3 identicon

hvernig ætlar þú að fara að því að hlúa að okkar mynt? Við þrífumst ekki nema í viðskiptum við aðrar þjóðir og við VERÐUM að selja okkar vörur erlendis til að lifa og geta keypt bensín, föt, mat og nánast allt annað.

Hvernig á að gera þetta? Það hefur engin trú á krónunni - ekki einu sinni við sjálf enda hefur hún fallið um 100% gagnavart dollar á síðustu 2 árum. Það er ekki eins og við getum bara skellt í lás og lokað landinu - það vill það enginn.

Það er bara veruleikafyrrt fólk sem heldur að við getum eitthvað hlúð að krónunni ein og sér og þá fellur allt í ljúfa löð. Þetta hrun sem við okkur blasir er ákveðinn RAUNVERULEIKI - við þurfum að lifa með honum og grípa svo til aðgerða - ekki grafa höfuðið í sandinn og vona að allt verði hér eins það var á 18. öldinni - því þá var allt svo gott. Minni á að það tók eitt eldgos og svo dó 1/3 þjóðarinnar úr sulti - frábær tími.

Horfum fram á veginn- horfum til þess hvað við viljum byggja upp og gerum eitthvað í málinu í stað þess að bíða og vona að allt lagist bara - það gerir það ekki af sjálfu sér

Ægir Sævarsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 16:40

4 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Takk fyrir kvittið konur mínar Auður og Milla.

Ægir:

Raunveruleikinn er sá að við getum byggt upp krónuna í stað þess að tala hana niður. Við getum eins og hingað til flutt vörur til og frá landinu eins og við viljum, en við þurfum að standa vörð nú sem aldrei fyrr, því engu er að treysta. Þó þú segir hér að ofan að það hafi engin trú á krónunni, þá er sem betur fer það ekki rétt. Fólkið er búið að tala hana niður undanfarna mánuði því miður, hún var í fullu gildi fram að mars 2008. það eru eingin 2 ár síðan það var. það eru örfáir einstaklingar sem rústuðu henni fyrir okkur en við sem þjóð verðum að snúa bökum saman og byggja hana upp á nýtt, taka græðgisvæðinguna frá augunum einstaklinga og lýta fram á við. Ég er ekki veruleika fyrrt, ég er raunsæ. Fólkið sem var veruleikafyrrt og kom þjóðinni í þetta ástand, vill en þá fá að ráðskast með okkur. Ég segi nei takk.

Sigríður B Svavarsdóttir, 18.4.2009 kl. 17:35

5 identicon

Ég er alveg samála þér ,það verður að breita hugsunarhætti  þjóðarinnar ,og fara vel með krónuna ,og lækka vextina ,því þá þó seint sé fer boltinn aftur að velta .Öll þessi ár hefur krónan  verið okkar gjaldmiðill ,og bara nú á einu  rúmu ári  hefur verið vandamá með krónuna vegma óráðsíu í nokkrum gráðugum  mönnum .Snúum dæminu okkur í hag.

Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband