Svikin loforð..

Hvað gerist alltaf þegar flokkar mynda ríkisstjórn?

Getur verið að það sé svona merkilegt að komast í ríkisstjórn að allt annað víki sem virkilega skiptir máli fyrir þjóðina? Öll loforð á bak og burt, stóru orðin horfin út í buskan.. Ég er farin að hallast að þessu. Stjórnarandstaðan stendur æpandi á hliðarlínunni og fordæmir allt sem gert er  af stjórninni sjálfri, sama hvaða flokkar það eru.  En haga sér samt eins og þeir sem fyrir voru. Er það kannski gert til að fela gjörninga stjórnar sem spilar  sér í hag í  hverjum leik sem tefldur er. Mér sýnist allir ganga í sömu gildruna ár eftir ár, áratug eftir áratug.  Þeim væri nær að hjálpast að við að fylgja skyldu sinni og passa upp á lög og reglur, því þar virðist vera mjög ábóta vant, svo ekki sé meira sagt. Satt best að segja er ég hætt að treysta fólki  sem bíður sig fram, og allra síst þeim sem sem hafa æpt og hljóðað á hliðarlínunni undan farin ár og snúast svo á hæl hugsana sinna þegar í stjórnina er komið.  Ég hef oft spurt mig að því hvort það fylgi alþingismönnum sú kvöð að ganga í gegnum námskeið í lygum áður en þeir taka við sprotanum..  Því í gegnum árin gera stjórnarmenn lítið annað er segja ósatt.

 


mbl.is Átti að gera skýrari kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Auðvitað ætti að mynda þjóðstjórn nú þegar erfiðustu tímar þjóðarinnar ganga yfir til að vinna að lausn mikilvægra mála og sameina vinstri og hægrimenn. Við höfum einfaldlega ekki efni á neinu málþófi nú um stundir.

Hilmar Gunnlaugsson, 27.3.2009 kl. 18:17

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Já þetta stjórnmálalíf stjórnmálamanna ( ekki þjóðarinnar ) virðist vera orðið mjög flókið og erfitt.

Stjórnmálamenn ganga um álútir og biðjast fyrirgefningar.

Siðrof er það kallað þegar burgeisar og fjárplógsmenn fá að valsa um óáreittir  með sparifé fólks og lána sjálfum sér það til að halda uppi fölsku verðmæti á bankastofnunum.

Já Sigga mín það er margt til í því sem þú segir.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.3.2009 kl. 20:12

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Takk fyrir kvittið öll.

Já það væri einmitt ráð að mynda þjóðstjórn, til að losna við óþarfa karp í þingsalnum Hilmar. Ég er samt ekki viss um að það gengi þetta er svo ólíkt fólk á þingi.  Endurnýjun því miður ekki mikil á listunum fyrir kosningarnar.

 Já Steini minn við höfum oft diskoterað um ýmislegt og verið sammála oftar en hitt.  Hvað skildir þú ætla að kjósa?   Rétt það segja allir... hvað er rétt?

Eigið notalega helgi framundan góða fólk..

Sigríður B Svavarsdóttir, 27.3.2009 kl. 20:53

4 identicon

Allt er þetta satt sem þú nefnir hér að ofan , en stjórnmálamenn virðast ekki kunna að segja satt  ,og alsekki kunna þeir að standa við það sem þeir lofa ,og þá er bara spurning  um það ,hvernig eigum við að geta streist á þetta lið ,ég sé ekki neina lausn á því,því enginn stendur ofar öðrum í þessum hóp  að mínu mati . Ég sé ekki að stjórnmálamenn  geti ætlast til að þeir fái kosningu ,eftir allt sem á undan er gengið.

Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 21:58

5 Smámynd: Auður Proppé

Knús á þig elskuleg.

Auður Proppé, 28.3.2009 kl. 15:03

6 identicon

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 21:06

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svikin loforð? Við hverju bjóstu? Segðu mér ekki að þú hafir tekið mark á jarminum í rollunum?

Baldur Hermannsson, 28.3.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband