Endurskoðum lyfjagjafir..

Lyf eru ekki lausn á neinum vanda að mínu mati.  Lyf eiga að vera hjálpartæki í einhvern smá tíma á meðan að lausn er fundinn á vanlíðan, og svo að vinna með hana á veraldlegum grunni. Það er allt of oft sem einhverskonar greining fer fram á börnum og þau eru jafnvel hrædd og upptrekt á meðan á greiningu stendur, vegna þess að þeim er ekki sagt að einhver ókunnugur ætli að spyrja hann spurninga sem hann eigi að svara, og foreldrarnir bíði frami á meðan. Svona fór fyrri einu af barnabörnum mínum.  Foreldrarnir vissu ekki fyrr en greiningin var búin, greining  sem þau vissu að stóð til að gera. Þau fengu ekki að útskýra fyrir barninu hvað stæði til, og fóru fram á aðra greiningu í kjölfarið en því var synjað..  Þetta barn er búið að vera á lyfjum síðan, því foreldrunum var sagt að hann þyrfti þess með. Þau treystu læknunum. Núna fimm árum seinna líður þessu barni skelfilega, hann er alltaf fullur af ótta, hann er með stimpill frá kerfinu.  Ég spyr? hvernig á barni að líða vel þegar það finnur svo auðveldlega að það er undir pressu og fær skammir fyrir allt sem hann gerir. Það eru allir á verði í kringum einstaklingin. Hann er aldrei nógu góður. Af hverju mega einstaklingar ekki hafa sinn karakter, og njóta sín án lyfja.. Fyrir stuttu fór  móðirin að skoða skammtana og minka lyfin, og viti menn drengurinn róaðist, og líður mun betur, en þessi lyf verða vanabindandi líkamanum, þannig að það eru átök fyrir litla kroppa að hreinsa líkamann af eitrinu.
mbl.is Mikill kynjamunur á lyfjatöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Það eru til margar leiðir til að hjálpa börnum með ofvirkni, lyfjagjöf er ein þeirra en síðan eru til aðrar leiðir ekki jafn klínískt rannsakaðar en virka fyrir því og það er t.d. músíkþerapía.

Vandamálið er bara það að sú meðferð er svo dýr og ekki niðurgreidd, að venjulegar fjölskyldur hafa bara ekki efni á að senda börnin sín í svona meðferð sem er uppbyggileg og skemmtileg í alla staði

Tónlistin hefur örfandi áhrif á efnaskiptin í heilanum (búið að rannsaka það), hefur vellíðunar áhrif og hjálpar viðkomandi að stýra sjálfum sér. 

Þetta er auðvitað ekki auðvelt, en þetta væri vel hægt að nota með lyfjagjöf og til að hjálpa viðkomandi, sem er ofvirkur, að stýra sér á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

Það sem mér finnst oft vera með börn sem eru ofvirk (á einnig við um fullorðna), að þau eru með svo brotna sjálfsmynd, fólk er alltaf að jagast í þeim og þau fá mikið af óverðskulduðum skömmum í stað góðra leiðbeininga. Þetta eru erfiðir einstaklingar, en það gleymist svo oft að þetta eru viðkvæmar sálir sem auðvelt er að brjóta.

Lyf eru oft nauðsynleg og þróunin er skelfileg, en ég hef þó trú á því að læknar séu ekki að gefa börnunum lyf sem þau þurfa ekki.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 18.3.2009 kl. 11:59

2 Smámynd: Auður Proppé

Góð færsla hjá þér og mjög svo umhugsunarverð

Auður Proppé, 18.3.2009 kl. 13:01

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Sæl Kristín.

Takk fyrir þitt innlegg.

Já það er furðulegt að Íslenska heilbrigðiskerfið hefur tekið ákvörðun um að greiða bara niður lyfjakostnað en ekki önnur "heilbrigðari" úrræði til lækninga, því að lyf sem eru notuð á þessa einstaklinga eru ekki lækning. Ég sé að við erum að flestu leiti sammála um lyfjagjafir og að það eru til  mörg önnur úræði en að gefa lyf. Þú segir að ríkið niðurgreiði ekki aðrar aðferðir, ég veit að það er rétt. Það er ekki eins og  lyfja kostnaður þjóðarinnar sé ókeypis. Ég held að ef "óhefðbundnum" lækningum yrði gefið meira svigrúm í kerfinu og fólki gefin kostur á endurgreiðslum þá væri miklu meiri vellíðan hjá þjóðinni allri og ekki síst í fjárhag ríkisins.  Meðferðir sem stuðla að uppbyggingu sálar og skilning einstaklinga á aðstæðum sínum eru brýnar.. þá væri sýnin öðruvísi, og  lífið betra.. Víða þarf að grípa til aðgerða sem þarfnast lyfja, en í skamman tíma,  ekki bæta nýjum lyfjum við þau sem fyrir eru...

Sigríður B Svavarsdóttir, 18.3.2009 kl. 13:06

4 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

 til þín Auður mín..

Sigríður B Svavarsdóttir, 18.3.2009 kl. 13:08

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín er svo sammála þér enda á ég einn lítinn 8 ára hann er ekki á lyfjum en þarf trúlega að fara á þau tímabundið honum fer svo aftur félagslega.
Mamma hans er leikskólakennari og höndlar þetta afar vel nema hún grætur í koddann annað slagið, matarræði er í topplagi á þeim bæ.
Segi þér kannski nánar frá því síðar.
Knús til þín elskuleg
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2009 kl. 22:11

6 identicon

Ég er alveg viss um að þetta er rétt sem þú segir ,læknar hljóta að fá prósentur af þessum lyfjum  því annars væru þeim ekki útbítt  til hægri og vinstri   eftir geðþótta .Það er ótrúleg þróunin í þessum málum ,og ekki eru fá kílóin að þessum eiturpillun sem innbirt er daglega af landanum ,enda eru margir undarlegir í þjóðfélaginu og hreinlega njóta sín ekki sem skildi.

Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 23:10

7 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Eitt sem ég hef ekki skilið ,það er lyfja meðferð .Ég hélt að það ætti að byrja innst enn ekki yst.Held að það þurfi að byrja á rótinni ,það er í sambandi við þunglindi .

Svo þarf maður að gera eitthvað sjálfur . Það er svo margt sem við getum sjálf gert ,en það þarf oft viljann

Ég þarf að taka sjálfa mig í gegn  ,og er byrjuð á því   

Kveðja Óla suður með sjó. 

Ólöf Karlsdóttir, 19.3.2009 kl. 14:29

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

góð og nauðsynleg færsla

takk

KærleiksLjós 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.3.2009 kl. 10:47

9 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Sælar Sigga mín.Þessi læknar hef lítið álit þar í dag(reynsla)

Vona að allt gangi vel hjá barnabarni þínu

svipuð saga hjá mér með barna-barn

Hafðu góðan dag í dag mín kær

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 23.3.2009 kl. 13:07

10 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Takk fyrir ykkar innlegg Elskurnar.

Ég er hræðilega löt að setja efni inn á síðuna mína, ég er meira á Facebook, og í námsefninu, hehe ekki veitir af..

Kærleikur og ljós til ykkar... ljósin mín öll...

Sigríður B Svavarsdóttir, 24.3.2009 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband