Misvísandi skilaboð.

http://www.island.is/endurreisn/heimili-einstaklingar/lan/greidsluerfidleikar

Ég kíkti inn á vefinn island.is og sá skrifað skírum stöfum það sem fólkið í landinu heldur fram en stjórnarmenn kannast ekki við.

Greiðslujöfnun stendur öllum lántakendum til boða, svo framarlega sem viðkomandi lán séu ekki komin í vanskil.

Ég held að þeir ættu að vita sjálfir hvað er verið að setja inn á vefinn.  það fólk sem er komið í vanskil  er það vegna þess að þau hafa ekki getað staðið undir öllum hækkunum sem á hafa dunið undan farna 7 mánuði.  Er kannski ætluninn að hjálpa bara þeim sem eiga peningana og láta hina eiga sig ég... bara spyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég heyrði það í fréttum í gær að það gildir jafnt með þá sem hafa getað staðið í skilum og hina líka ,enda væri ekkert sanngirni í öðru að mínu mati .

Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 22:18

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veit fyrir víst með eitt dæmi þar sem konan var aðeins of tekjuhá til að fá frystingu á húsnæðislánunum, hún er í skilum þessi kona.

Hjálpin á að gilda bæði fyrir þá sem eru í skilum og ekki, en það sagði eindaginn að það væri ekki gott að vera í skilum í dag ef maður ætlaði að fá einhverja hjálp. Við vonum að þetta breytist von bráðar.

Ljós í daginn þinn ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2009 kl. 07:10

3 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Góð athugasemd.  Við fjölskyldan þurfum að draga lífið fram af 69þús.  þennan mánuð og eigum 13.þús. eftir fram á mánaðarmót og yngsti sonur minn á afmæli 30. maí.  Það segir sig sjálft að við erum ekki að standa í skilum á okkar skuldum.

Þennan pening fæ ég vegna þess að mér datt í hug að reyna að fá mér vinnu en var svikin öllu því sem búið var að lofa. Þá tók Vinnumálastofnun við og ég fékk 69. þús fyrir apríl mánuð.  Þetta er ótrúlegt.  Mér finnst ég hafa verið hefnt fyrir að reyna að fá mér vinnu.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 13.5.2009 kl. 14:22

4 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Já það er alveg stór undarlegt hvernig kerfið virkar, það hljómar eins og að gildru hafi verið beitt og sá hópur sem gætir ekki að sér gengur blindur í hana. Það ber engin ábyrgð á neinum nema sjálfum sér. Við þurfum að gæta okkar vel hvað við stígum niður fæti. Takk fyrir kvittið Elskurnar mínar.

Sigríður B Svavarsdóttir, 14.5.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband