16.1.2009 | 16:26
Er hægt að toppa gærdaginn?
Ég fór niður í Eflingu í morgun, þó það sé ekki frásögu færandi því þangað hef ég farið sl 9 mánuði... heila meðganga takk fyrir takk. Ég heillaðist af útsýninu sem ég fékk á leið minni því hér er allt hvítt af snjó, því í gær snjóaði allan daginn sannkölluðum jólasnjó í logni. Snjó sem er léttur en samt þekjandi. Öll tré í bænum voru hrímhvít alveg frá toppi til róta.. Þvílík sjón, ég hef aldrei séð aðra eins fegurð. Nú hikaði ég ekki við að taka myndavélina aftur með í göngutúrinn. Það sást í lit á jólatrjánum sjálfum, en öll önnur tré eru hvít.
Einhvernvegin tókst mér að festa myndirnar saman , en það á ekki að skipta neinu máli fyrir áhorfendur.
Njótið með mér smá broti af sýn minni í dag, sannkölluð listaverk náttúrunnar.
Athugasemdir
Þetta er bara yndislegt Sigga mín
ljós yfir til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.1.2009 kl. 17:08
Takk fyrir kvittið Elskuleg. Það toppar engin dagur daginn í dag hér á Akureyri í fegurð, ég hef aldrei heillast eins af nokkurri fegurð. Það er ekkert vit í að reyna að tjá þetta í gegnum myndir, en
Sigríður B Svavarsdóttir, 16.1.2009 kl. 17:15
Sæl Sigríður, já núna minnir þetta einn meira á þá gömlu og góðu snjódaga. Flottar myndir og toppa gærdaginn. Takk fyrir innlitið hjá mér. Kveðja.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:15
Flottar myndirna hjá þér ,takk fyrir það,Sigga mín .
Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 18:23
Yndislega fallegar myndir, æi hvað ég mundi vilja vera í þessu umhverfi í nokkra daga. Kærleikur til þín Sigga min
Kristín Gunnarsdóttir, 16.1.2009 kl. 18:48
Æðislegar myndir Sigga. Þær minna mig á Alaska árin mín en þar snjóaði oftast í logni.
Valdimar Samúelsson, 16.1.2009 kl. 21:50
Sigga mín má til með að segja þér.
Fyrir 15 árum þá upplifði ég svona fullkomnun í náttúrunni, ég var í bílnum og allt í einu sá ég þessa fullkomnun.
Var búin að aka þessa leið í 27 ár.
Mín skoðun var að ég var búin að finna mig í lífinu, sátt við það sem ég var að gera, síðan hefur allt opnast meir og meir.
Ljós í þína helgi Sigga mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.1.2009 kl. 09:28
yndilegar myndir !!!!
Takk fyrir upplifun.
Kærleiksknús
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 17:15
Ég var líka dáleidd af fegurð náttúrunnar þennan dag, yndislegar myndir hjá þér Sigga mín. Sjáumst við ekki á hittingnum á morgun?
Huld S. Ringsted, 17.1.2009 kl. 18:51
Takk fyrir innlitið og kvittið Elskurnar.. Jú Huld mín...ég stefni á gilið á morgun, nú verð ég lögleg ekki satt?...Sjáumst
Sigríður B Svavarsdóttir, 17.1.2009 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.