Fín helgi.

Ég er búinn að ganga frá öllum jólagjöfum í ár, og pakka þeim inn... Jibbý,, það er ein eftir sem ég á  eftir handfjalla smá. Svo eru það bara jólakortin sem eru eftir. Mikið er ég glöð.  Ég á það nefnilega til að bæta ýmsu í gjafirnar áður en ég pakka þeim endanlega inn. Hehe nú er ég búin að taka mig á sálfræðinni.

Í gær var ég að vinna í Heilsuhúsinu, í 6 tíma. Það var gaman að fá að rifja upp vöruheitin og finna vörurnar LoL leiðbeina fólkinu hehe leita og leita...það er nefnilega  alltaf verið að breyta búðinni. Ég tala nú ekki um nýuvörurnar sem ég hef ekki séð fyrr. Gott að hitta fólkið sem fagnaði komu minni þó stutt væri.  En í dag er ég eftir mig, komin aftur með verk í bakiðBlush. Ekkert smá spæld, en svona er lífið. Ég verð að gæta að mér. Í dag fór ég í jóka upp í jókalund eins og ég kalla húsið. Það var magnað. Skrapp svo fram í nýja galleríið hennar Gerðar á Teigi. Rosalega falleg búð. Ég skora á Akureyringa að koma þar við. Eigið góða viku framundan kæru vinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú góð, bara búin með jólagjafirnar!

Vona að þú lagist í bakinu, kæra vinkona!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 23:40

2 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Góður búin að pakka inn líka ja hérna,ég á eftir að kaupa nokkrar það þykir mér verst,ohh og það þýðir eitt að ég neyðist til að fara til Rvk

Vona að þú lagist í bakinu..

Knús til þín,duglega kona

Guðný Einarsdóttir, 1.12.2008 kl. 00:21

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Takk elskurnar mínar. Gangi ykkur vel með ykkar pakka, og með innihald þeirra.  Já ég er sko feginn, enda búið að taka tíma ég byrjaði í sumar að viða að mér.  Euro reikningurinn er greiddur ég á við gjafareikningarnir, en maturinn er auðvitað eftir....Ljós til ykkar að norðan.

Sigríður B Svavarsdóttir, 1.12.2008 kl. 00:39

4 Smámynd: Brynja skordal

En þú hagsýn og dugleg að vera búinn að þessu öllu mikið frá en farðu vel með bakið þitt er sjálf mjög slæm í baki svo ég skil þig Knús inn í nóttina

Brynja skordal, 1.12.2008 kl. 02:30

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Gott að vera buin með jólagjafirnar Sigga mín. Passaðu bakið, Veistu eitthvað nánar um náttúrulyfið sem byggir upp ónæmiskerfið,hvort að það er farið að selja það her. Kærleikur til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 1.12.2008 kl. 09:14

6 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Gangi þér vel Brynja mín, ég geri allt sem ég get til að fara vel með mig. En það er vand með farið, þegar verkirnir koma alltaf eftir á. Farðu sömuleiðis vel með þig Elskuleg.

Stína mín, nei ég veit það ekki, hér er allt stopp heima með þetta. Auglýsingin sem ég átti að vera í er helfrosin einhversstaðar. Hún er ekkert að flytja inn vöruna. Ódýrast væri fyrir þig að kaupa glas hérna heima. En hefur þú prófað Gurkmeija kryddið frá Knorr. Það heitir Turmerik hér heima.  Þetta er bólgueiðandi og verkjastillandi jurt. Systir mín í Svíþjóð tekur þetta inn eins og fæðubætandi duft, og er mjög hress.Segist ekki hafa fengið verki síðan hún byrjaði á þessu. Vittu hvort þetta fæst ekki í matvörubúðinni þinni.

Ljós inn í daginn ykkar elskurnar mínar.

Sigríður B Svavarsdóttir, 1.12.2008 kl. 11:27

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Það er ekki eftir sem búið er.  Gangi þér vel.

Kærar kveðjur frá Als

Guðrún Þorleifs, 1.12.2008 kl. 16:39

8 identicon

Þú ert aldeilis dugleg.  Eigðu góða viku .

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband