Færsluflokkur: Bloggar
10.6.2009 | 20:53
Gott mál
Það er komin tími til að hlustað sé á fagfólk sem ráðið er sérstaklega til starfsins á góðum launum tilbúin að vinna vinnuna sína og komist kraftur í ferlið sem landsmenn eru búnir að bíða eftir í langan tíma. Það á auðvitað að vera búið fyrir löngu að frysta eignir auðmannanna og setja þá í stofufangelsi á meðan rannsókn fer fram. Ég hélt að Valtýr hefði sagt af sér fyrir löngu síðan vegna vanhæfni sinnar, þeirri ákvörðun greinilega ekki verið framfylgt.
Hvað skildi hann hafa verið að gera allan þennan tíma?
Björn verður ríkissaksóknari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2009 | 00:34
Af hverju núna?
Því ekki fyrir seinustu áramót? Á kannski að bjarga þeim sem eru í mestum skuldum vegna áhættu bréfa sem þeir tóku til að græða sem mest, en mistókst?
Varla trúi ég því að það eigi að fara að hjálpa verkafólki, öryrkjunum og ellilífeyrirþegum sem allt hefur hækkað hjá nema tekjur. Ég missti trúna á sjálfstæðimenn í haust hún vex ekki en þá upp á við. Hingað til hafa þeir sýnt fólkinu í landinu mikin hroka og vanvirðu.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram efnahagstillögur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.6.2009 | 18:55
Mig langar að vekja athygli á þessu málþingi.
FFF |
Framfarafélag Fljótsdalshéraðs
Næsta málþing Landsbyggðarinnar lifi, nú í samvinnu viðFramfarafélag Fljótsdalshérað, undir kjörorðinu Farsæld til framtíðar verður haldið á Möðrudal á Fjöllum, fimmtudaginn 11. júní kl. 15 Undirtitill þessa þings verður Virkjum landið og miðinþar sem hvers konar auðlindanýting og framleiðslustjórn grunnatvinnugreinanna til lands og sjávar verða meðal umræðuefna. - Framsögur hafa eftirtalin: Ráðgjafi um fiskveiðimál, Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, ReykjavíkLómatjarnarsystur,- Guðný Sverrisdóttir, Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps og- Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi ráðherraSauðfjárbóndi, Þorsteinn Bergsson, UnaósiSjávarútvegsfræðingur, Pétur Bjarnason, Egilsst., fyrrv.frkvstj. Fiskifél. Ísl. Fjallakaffi Pallborðsumræðurauk framsögufólks á þar sæti heimafólk í Möðudal og fólk af sjávarsíðunni Fólk til sjávar og sveita á Austurlandi og víðar:Takið dagpartinn fráí leit að nýju sjónarhorni á mikilvæg þjóðmál á öðru vísi og mögnuðum staðTakið með ykkur kunningja og vini í andríkið á háfjallabýlinu Möðrudal, og.. Til farsældar förum að spjallaá fundi í hálendissalHittumst í heiðríkju fjallaheima í Möðrudal Landsbyggðin lifi Framfarafélag Fljótsdalshéraðs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.6.2009 | 12:14
Dæma þeir sig ekki sjálfir.
Kínverjar reiðir Frökkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.6.2009 | 21:53
Voru þið búin að sjá þessa lestningu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2009 | 20:01
Mér er spurn.
Er þetta eina leiðin sem þið sáuð færa áður en þið sprengduð fyrri ríkisstjórn samfylkingarfólk?
Hvar eru stóru orðinn sem dundu landsmönnum á meðan þið voruð í stjórnarandstöðunni vinstri grænir? Þá átti ekki að borga þetta eða hitt.
Er stjórnarandstæðan eingöngu til, til að vera á móti sama í hvað fokk það er? Er ekkert að marka það sem þið segið, hvorki í stjórn eða stjórnarandstöðu.
Mér sýnist sem áhorfanda að þetta sé sami leikurinn og í fyrri stjórnum, málin afgreidd á bak við tjöldin eins og oftast áður undir harðri gagnrýni stjórnarandstöðu. Því ekki að vinna saman og finna viðunandi lausn sem allir geta sætt sig við, í stað þessa yfirgangs og vanvirðu til landans sem veit ekki hvað er trúverðugt og hvað ekki. Leyndarmál eiga ekki að vera til inn á þingi að mínu mati.. Hvenær verður hægt að taka mark á kosnum fulltrúum þjóðarinnar?
Mér finnst þið ekki vera góð fyrirmynd fyrir fólkið í landinu því þið eruð verri en sandkassabörn sem ausa sandi óábyrgt á önnur börn. Þau eru óvitar og vita ekki hvað þau eru að gera, en þið eruð fullorðinn.
Erfitt að skrifa undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.5.2009 | 16:58
Græðgi.
Græðgin verður mörgum að falli en alltaf á kostnað þeirra sem hafa sparað og halda sér við jörðina. Það var ótrúlegt hversu lengi bullið gekk án þess að það yrði stoppað. Ráðamenn landsins voru með bundið fyrir bæði augu, því þeir settu lögin og tóku þátt í bullinu. Í hvaða skóla skildu þeir hafa lært að reikna?
Þetta fékk að viðgangast hjá stóru fyrirtækjunum á meðan almenningi var sagt að allt væri löglegt og undir ströngu eftirliti stofnana sem ríkið hélt uppi. Fólkinu í landinu sem vantaði fjármagn til að viðhalda húsum sínum án þess að rífa þau til grunna, þurfti að sína fram á endurgreiðslur í formi veða, en fyrirtækjunum í landinu var treyst fyrir lánum sem engin möguleiki var á að þau gætu staðið undir. Ráðamenn sem settu lögin og þeir sem tóku óábyrgar ákvarðanir í lánatöku hljóta að bera ábyrgðina en ekki almúinn. Voru það ekki framsókn og sjálfsstæðismenn sem tóku þessa útrásarákvörðun? Ójú, enda tala þeir digurbarkalega núna.
Milljarða skuldir umfram eignir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
18.5.2009 | 10:33
Verður hann ekki seldur útvöldum núna?
Þjóðin er að bæta á skulda(eigna) listann sinn í gegnum bankana. Verður það virkilega þannig að þeir sem stjórnuðu fyrirtækinu og borguðu sér arð af skuldunum fái að halda arðinum?
Er líka að velta fyrir mér.
Hvernig væri að fara yfir skuldir og eignir útgerðarmanna sjá hvernig dæmið lítur út á þeim bænum. Mér finnst í lagi að leysa þá skráðu "kvótaeigendur" sem gera út með lánarúllettu úr snörunni, taka kvótann þeirra og leigja hann út til tekna fyrir ríkið, taka skráðar eignir þeirra upp í skuldir, og leigja þeim báta ef þeir hafa áhuga á að halda vinnunni sinni áfram. Þetta yrði skulda yfirfærsla, en öllum til góða þegar vel er skoðað. Ríkið fengi vextina og þá tekjur sem innheimtuaðilar fá núna.
Láta þá í friði sem eiga sína kvótaeign án verulegra skulda.
Íslandsbanki með 47% hlut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.5.2009 | 11:01
Kannski ekki sama hver er.
Mál stúlknanna komin í farveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
9.5.2009 | 17:05
Misvísandi skilaboð.
http://www.island.is/endurreisn/heimili-einstaklingar/lan/greidsluerfidleikar
Ég kíkti inn á vefinn island.is og sá skrifað skírum stöfum það sem fólkið í landinu heldur fram en stjórnarmenn kannast ekki við.
Greiðslujöfnun stendur öllum lántakendum til boða, svo framarlega sem viðkomandi lán séu ekki komin í vanskil.
Ég held að þeir ættu að vita sjálfir hvað er verið að setja inn á vefinn. það fólk sem er komið í vanskil er það vegna þess að þau hafa ekki getað staðið undir öllum hækkunum sem á hafa dunið undan farna 7 mánuði. Er kannski ætluninn að hjálpa bara þeim sem eiga peningana og láta hina eiga sig ég... bara spyr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)