Mér er spurn.

Er þetta eina leiðin sem þið sáuð færa áður en þið sprengduð fyrri ríkisstjórn samfylkingarfólk?    

Hvar eru stóru orðinn sem dundu landsmönnum á meðan þið voruð í stjórnarandstöðunni vinstri grænir? Þá átti ekki að borga þetta eða hitt.

Er stjórnarandstæðan  eingöngu til, til að vera á móti sama í hvað fokk það er?  Er ekkert að marka það sem þið segið, hvorki í stjórn eða stjórnarandstöðu.

Mér sýnist sem áhorfanda að þetta sé sami leikurinn og í fyrri stjórnum, málin afgreidd á bak við tjöldin eins og oftast áður undir harðri gagnrýni stjórnarandstöðu.  Því ekki að vinna saman og finna viðunandi lausn sem allir geta sætt sig við, í stað þessa yfirgangs og vanvirðu til landans sem veit ekki hvað er trúverðugt og hvað ekki. Leyndarmál eiga ekki að vera til inn á þingi að mínu mati..     Hvenær verður hægt að taka mark á kosnum fulltrúum þjóðarinnar?

Mér finnst þið ekki vera góð fyrirmynd fyrir fólkið í landinu því þið eruð verri en sandkassabörn sem ausa sandi óábyrgt á önnur börn. Þau eru óvitar og vita ekki hvað þau eru að gera, en þið eruð fullorðinn.


mbl.is Erfitt að skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Er það slæm fyrirmynd að fara að landslögum?

Svala Jónsdóttir, 6.6.2009 kl. 20:42

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Nei, Svala, en það er slæm fyrirmynd að lofa einu og gera svo þveröfugt þegar lygin hefur fleytt manni inn á þing.

Villi Asgeirsson, 6.6.2009 kl. 20:45

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Nei það er ekki slæmt ef lögin eru í sátt við þjóðina.

Er það kannski í lögum að það sé leyfilegt að keyra mál í gegn án þess að um þau sé fjallað eins og hefur viðgengist undan farin ár á þingi?

Ef svo er þá má breyta þeim og það sem fyrst.

Sigríður B Svavarsdóttir, 6.6.2009 kl. 20:49

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég spyr aftur eins og asni, gerði það áðan á síðunni hjá Halla, á ekki eftir að samþykkja þetta á þingi?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.6.2009 kl. 21:11

5 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Jú Milla mín en er ekki meirihlutastjórn  á þingi? Og það í miklum meirihluta? það hefði ég haldið. Það er lágmark að kynna það fyrir þjóðinni áður en svona er samþykkt.

Sjálfstæðismenn fóru eins að á meðan þeir höfðu meirihlutan.  Ég treysti engum í þessum málum.

Við erum ekki virt sem þjóð.

Sigríður B Svavarsdóttir, 6.6.2009 kl. 21:23

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég treysti engum af þessum mönnum/konum, vill fá utanþingsstjórn, burtu með þessa bjána alla saman.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.6.2009 kl. 21:37

7 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Já það væri eina vitið.

Sigríður B Svavarsdóttir, 6.6.2009 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband