Voru gæðin byggð á blekkingum?

Það versnar að búa í Kópavogi núna dag frá degi, minstakosti  ytri myndin sýnir það.

Hvernig stendur á því að fólk í stjórnarstörfum "kosið af  fólkinu" vogar sér að tefla djarft til að sína betri stöðu en raunin er?

Sá ágæti maður Gunnar I Birgisson er að reyna að leika sama leikinn og  ríkisstjórnin gerði á bak við tjöldin og hélt að hann kæmist upp með það.  Það er sýnilegt að margir stjórnarmenn hvort sem það var í sveitastjórnum eða í ríkisstjórnum hafa látið vaða þó samviskan segði annað.

"Góðæðrið"eins og  það var kallað.. blekti margan manninn og lifði í allt of langan tíma. Virðingin fyrir lífeyrissjóðunum var orðin alllítil, því eins og ég hef áður sagt, þá varð sá sem tók þátt í útrásinni af aurum api og situr uppi með það.

Sárast er það fyrir saklaust fólk að það þurfi að borga skuldabrúsa þeirra sem eftirlitslaust gátu misnotað sparnaðarsjóði  okkar.


mbl.is Sakar Gunnar um blekkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eins og mest af þessu spillingarrugli  komi frá sjálfstæðisvængnum og er það alltaf að koma betur í ljós ,ótrúlegt en satt . Jú sárgrætilegt að við þurfum að bera syndir annar  það er skömm og hneisa ,og ætti auðvitað ekki að geta komið upp á ,því ef við almenningu hofum tekið lán þá erum auðvitað við sjálf sem stöndum í ábyrgð fyrir því en ekki þjóðin ,og þá  er þetta verulega óréttlátt .

Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 14:04

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Sigga mín þetta er ljótt og við sem ekki vorum í útrás tókum ekki þátt í góðærisruglinu, þurfum samt að borga með hækkandi vöxtum, sköttum og matarverði, ekki er það gott.
Ljós til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.6.2009 kl. 16:15

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Innilega sammála ykkur báðum

Sigríður B Svavarsdóttir, 21.6.2009 kl. 19:44

4 Smámynd: Brynhildur Jónsdóttir

what ?

Brynhildur Jónsdóttir, 21.6.2009 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband