Bara ég..

 Jæja nú er ég komin aftur í rólegheit.  Við vorum að funda stjórn LBL á mínu heimili, þannig að ég sat bæði fundinn og trakteraði funda gesti eins og mér var unnt. Þetta fór vel saman, því íbúðin mín er svo mátulega stór.  Þetta var fundur sem skilar miklu til framtíðar fyrir okkur. Skemmtileg verkefni framundan.  Við byrjuðum kl 10 í morgun og hættum kl 15.15.  Síðan fór ég að horfa á ungfrú alheim, sá þar okkar stúlku standa sig með sóma. Allar voru stúlkurnar fallegar, ég sá bara 15 í nærmynd., því það var verið að velja úr hópnum þegar ég opnaði fyrir tækið.

Á meðan á fundurinn stóð yfir, var dyrabjöllunni hringt og úti stóð nágranna kona mín með fallega kerta skál og rétti mér og sagði mig langar að gefa þér hana. Ég var ekkert lítið hissa, en auðvitað þakklát. Ég  skrapp til hennar í kaffi í gær, og sá þessa skál og dáðist af henni, hún var svo einstök,  en datt ekki til hugar að konan færði mér hana í kjölfarið. Falleg hugsun, falleg gjöf. Ljós til hennar.. Nú ætla ég að finna eitthvað fallegt handa henni í staðinn, ekki spurning...

Svo seldi ég  3 hljómdiska í dag sem bera titilinn Litið um Öxl, og er sæl með það. Annars þarf ég að fara að kanna málið hvað sé eftir af honum hjá öðrum söluaðilum, því ég á bara 4 eftir..Woundering

Svo einka fréttir af mér í lokinn.. Ég fór í klippingi í gær og er búin að láta klippa allan lit burt, þannig að nú er ég í sauðalitunum, og bara nokkuð ánægð með mig. LoL Fyrst að ákveða og svo að framkvæma..Cool Eigið góða helgi öll sömul.Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jæja elskan ætlar þú bara að vera í sauðalitunum framvegis?
Ljúf þessi nágrannakona þín og það er svo notalegt er einhver færir manni gjöf
sama í hvaða formi hún er.
Hver er linkurinn á síðu LBL eða er kannski engin síða.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.12.2008 kl. 19:03

2 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Jú Milla mín síðan sem ég held úti, ég er nú hrædd um það.. hún er http://www.landlif.is/ Knús á þig takk fyrir kvittið.

Sigríður B Svavarsdóttir, 13.12.2008 kl. 19:36

3 identicon

Já, hún er virkilega sæt í sér þessi nágrannakona þín, fallegt af henni.

Knús á þig, kæra vinkona

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 22:23

4 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Eigðu góða helgi Frænka

Gylfi Björgvinsson, 13.12.2008 kl. 23:47

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góða helgi! .. eða a.m.k. helgarrest.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.12.2008 kl. 08:48

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Sigga mín fyrir linkinn er búin að setja hann inn á hjá mér.
Skoða hann betur seinna.
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.12.2008 kl. 09:23

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

En yndisleg nágrannakonan þín, en það ert þu örugglega lika Sigga mín. Kærleiksljós til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 14.12.2008 kl. 14:48

8 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Fallegt af nágrannakonu þinni,það leynast allstaðar englar

Það eru nú fl,búnir að taka hárið sitt í gegn,en til lukku að vera orðin þú sjáæf í sauðalitunum

Guðný Einarsdóttir, 15.12.2008 kl. 23:34

9 identicon

Kær kveðja til þín

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 08:59

10 identicon

Já óskup var nágranakonan sæt í sér og virkilega indæl ,að gefa þér þessa fallegu gjöf ,en það gerist ekki alstaðar ,en það er virkilega gaman þegar maður finnur að  við erum eitthvers virði í þessu jarðlífi okkar .Það hefur þá verið þónokkuð um að vera hjá þér þennan fundardag ,og allir í góðum formi. .

Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband