22.2.2009 | 20:15
Verðmætur poki..
Já það er svona að eiga mikið að peningum. Fólk sem veður í seðlum missir skinið á eignir og finnst örugglega ekkert öðruvísi að burðast með peningapoka en venjulegum launþega sem burðast með skó í poka. Staðreyndin virðist vera sú að þeir sem eru með háar upphæðir á mánuði í laun eyða þeim jafnharðan. Þeir sem minna hafa gæta sín.. Margur verður að aurum api..
Gleymdi einni og hálfri milljón á klósettinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Huld S. Ringsted, 22.2.2009 kl. 21:50
Kannski hefur greyið verið að losa aleiguna (sem er reyndar ansi mikil) úr bankanum og ætlaði að stinga undir koddann. Orðið svona brátt í brók með þessum afleiðingum. Því miður gæti þetta átt við mig að gleyma svona pokum þ.e. ef ég ætti 1.5 millj. í evrum og einhver væri svo vitlaus að biðja mig um að koma þeim frá stað A til B í plastpoka. Treystir mér enginn fyrir því í dag. Annars til hamingju með konudaginn Sigríður mín.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 21:56
Takk fyrir kvittið bæði tvö
Já það er örugglega eitthvað til í þessu hjá þér Einar minn..
Takk fyrir heillaóskirnar..
Sigríður B Svavarsdóttir, 22.2.2009 kl. 22:30
Svo sannarlega rett hjá þér Sigga min og góðan daginnn elskulega og góða kona
Kristín Gunnarsdóttir, 23.2.2009 kl. 05:58
Það hefur nú verið eitthvað óheiðarlegt með þetta en svo gæti vel verið að þetta hafi verið lífssparnaður mannsins sem hann hefur ekki treyst bankanum fyrir, sem er ekki skrýtið
Auður Proppé, 23.2.2009 kl. 09:43
Plastpoka,hvurn fjandan var hann að þvælast með þessa peninga,ætlaði hann að fylla upp í koddan sinn eða hvað?? einhver skítafíla örugglega af þessu...
Konús til þín kona góð
Guðný Einarsdóttir, 23.2.2009 kl. 17:03
Það hefði verið í lagi að eiga þennan poka en þá hefði hann ekki fundist á þessum stað. Þakka innlitið í dag. Það er bara smástuð öðru hvoru en ég hilli víst á viðkvæman streng í þetta skiptið. Hafðu gott V
Valdimar Samúelsson, 23.2.2009 kl. 19:21
Góðan daginn elskuleg, ertu nokkuð að heiman eða svoleiðis.
Sjáumst vonandi á laugardaginn ef ég fæ grænt ljós hjá sjúkraþjálfaranum.
Ljós yfir til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.2.2009 kl. 11:17
Takk fyrir innlitið og kvittið vinir mínir kæru..
Milla mín er að koma að hittinn? Vá hvað tíminn líður hratt.
Ég er með annan fótinn heima, ég lenti í tölvuhruni og svoddan og er svo líka á kafi að vinna verkefni fyrir skólann og mig persónulega.
Vonandi færð þú grænt ljós og rautt hjarta hjá þjálfaranum þínum..
Ljós og kærleikur til þín ljúfust mín..
Sigríður B Svavarsdóttir, 24.2.2009 kl. 14:20
Sjáum hvað setur. það sem þú sendir mér er að virka vel á mig segi þér frá því á laugardaginn.
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.2.2009 kl. 18:54
Gott að heyra ljúfust mín
Sigríður B Svavarsdóttir, 24.2.2009 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.