Fallegar myndir.

Í gær mundi  ég eftir að taka með mér myndavél í göngutúrinn, sem ég sé sko ekki eftir. 

Ég ætla að deila nokkrum þeirra með ykkur ágætu bloggvinir mínir.

 

DSC01857

.                                           Tekin í Kjarnaskógi til suðuvesturs.

 

DSC01866
Náttúrulegt jólaskraut.
DSC01851
Einstök mynd.
Annars er allt gott  að frétta, er löt að blogga hérna, er meira á Facebook þessa dagana.
 Það er einhvernvegin öðruvísi.
Hafið það sem allra best Elskurnar, ég kíki annað slagið inn til að setja inn texta og sjá ykkur.
Ég sendi ykkur öllum Ljós í hjarta og Kærleik inn í hvern dag..Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hæ Sigga. Flottar myndir sérstaklega af sólsetrinu nema það hafi verið upprisa. Takk líka fyrir kveðjuna það veitir ekki af og þótt ég sé ekki þunglindur þá truflar þessi ESB umræða mig. Hver vill missa sjálfstæði lands og þjóð. Urrrg.  Heyrumst kv V

Valdimar Samúelsson, 15.1.2009 kl. 13:11

2 identicon

Yndislegar myndir, Sigga mín

Kær kveðja til þín, elsku vinkona

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 13:17

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Flott hugmynd, nú fer ég að taka myndavélina með mér í göngutúra! Æðislegt - öfunda ykkur af snjónum fyrir norðan.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 13:22

4 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Það er spurning hvort þeirra það var.. klukkan er að verða 14 sem þýðir miður dagur.

Við verðum að berjast fólkið í landinu með orðum en ekki keflum.. Landsbyggðin lifi er að fara af stað með fundi í byrjun febrúar. Ætlum að byrja á Akureyri og fara svo sem víðast með þá.  Planið er að fara á Húsavík, Egilsstaði, Höfn, Selfoss, Ísafjörð og höfuðborgarsvæðið svo eitthvað sé nefnt.

Sigríður B Svavarsdóttir, 15.1.2009 kl. 13:23

5 Smámynd: Helga skjol

Vá meiriháttar geggjaðar myndir.

Knús á þig mín kæra

Helga skjol, 15.1.2009 kl. 13:24

6 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Takk fyrir kvittið Elskurnar mínar allar Ásdís ,Jónanna og Helga.

Jóhanna já það þarf oft einhvern til að minna sig á, ég var búin að gleyma vélinni í marga daga, en svo kom augnablikið.  Það er búið að sjóa hér fallegum gullkornum í allan dag ofan á það sem fyrir var.  Það er alveg dásamlega fallegt.  Ekki öfunda, bara að gleðjast yfir því.  Þú er líka velkomin ái snjóinn til okkar.. Hittingur á sunnudaginn,, freisting ekki satt.

Sigríður B Svavarsdóttir, 15.1.2009 kl. 13:32

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Yndislega fallegar myndir sem að þú hefur tekið Sigga min. Kærleikskveðja

Kristín Gunnarsdóttir, 15.1.2009 kl. 14:41

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yndislegar myndir Sigga mín og ljós og gleði til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.1.2009 kl. 14:52

9 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Takk sömuleiðis stelpurnar mínar..

Sigríður B Svavarsdóttir, 15.1.2009 kl. 15:49

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Fallegar myndir

Huld S. Ringsted, 15.1.2009 kl. 19:49

11 identicon

Glæsilegar myndirnar hjá þér , allar með tölu ,en snjórinn og sólin gerir þær bjartari ,og snjórinn hvílir  fínt á greinum trjánna.Flottar.

Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 20:51

12 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Takk fyrir kvittið Huld og Jón. Ljós og snjóbirta til ykkar allra að norðan

Sigríður B Svavarsdóttir, 15.1.2009 kl. 21:59

13 identicon

Já, þetta eru frábærar myndir hjá þér.  Var fyrir norðan um síðustu helgi, og þá snjóaði ágætlega en samt ekki kominn svona mikill snjór. Minnir mann á gamla daga fyrir norðan.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 22:32

14 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Já Einar... það hefur sko heldur betur bæst við af snjó hér í dag, en þá hafði ekkert bæst við síðan um seinustu helgi.. Ég tók þessar myndir í gær.Þú segir að þetta minni þig á gamla daga, ég er nokkuð viss um að þá hefur verið mun meiri snjór en nú er, því þessi snjór er bara síðan eftir áramót.  Þegar ég ólst upp var allt á bóla kafi í sveitinni minni. Nefið stóð á manni ekki upp úr skaflinum. núna nær þetta bara rúmlega upp á ökklann.

Sigríður B Svavarsdóttir, 15.1.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband