5.1.2009 | 21:43
Laun tæplega þriggja manna fyrir ævistarfið.......
Er ég að verða eitthvað skrítin hugsaði ég þegar ég var að hlusta á upprifjun á ferli Bjarna Ármanns, þegar talað var í miljörðum um eignir hans og plús starfslokasamning. Bráðungur maðurinn sem var talinn svo frábær fjármálamaður þegar hann birtist okkur fyrst sem algjör gulldrengur í peningamálum. Síðan hlustaði ég á Bjarna sjálfan segja sína hlið á málunum, gott og vel, en þegar ég hlustaði á hann segja að hann hafi endurgreitt 370 miljónir hugsaði ég hann skilaði klinkinu. Ég hrökk við og fór að hugsa hvað hefur venjulegur launamaður mikið fyrir ævistarfið? Svo fór ég að reikna þá sá ég mér til furðu, að hver einstaklingur sem vinnur ca 50 ár í ævistarfi sínu, og hefur að meðaltali 3 miljónir á ári, þá er Bjarni að skila til baka rúmlega 120 ára ævistarfi. Sagði ég klink?..Ég hlýt bara að hafa hugsað það. Ja hérna. Ég hlýt að vera sek í hugsunum mínum, en því líkar upphæðir. Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta.
![]() |
Endurgreiddi 370 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
xx (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 22:05
Rétt hjá þér, allavega rúmlega tveggja og hálfs hið minnsta..
Sigríður B Svavarsdóttir, 5.1.2009 kl. 22:49
Ég er nú ekki að kaupa þetta hjá honum Bjarna Ármanns. Endurgreiðir 370 milljónir af rúmum 800 milljónum (líklega nær 900 m) + að hlutabréfin hans voru keypt á yfirverði. Fékk hann þau ekki á undirverði?
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item152667/
Ég fæ enn ógeðssting þegar ég heyri nafnið hans.
Guðrún Þorleifs, 6.1.2009 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.