7.12.2008 | 23:38
Hvað ætla VG að gera ef þeir komast í stjórn?
Ég hef ekki séð neinar tillögur frá þeim til að bæta skaðann sem er skeður. Komið með eitthvað bita stætt svo ég geti skoðað það, ásamt þjóðinni. Það er ekki nóg að komast í stjórn eins og það hefur sýnt sig með Samfylkinguna. Stór voru orð þeirra á meðan þau voru í stjórnarandstöðunni, en við fátt staðið. Það er ekki nóg að frysta bara lánin um einhvern tíma, hvað ætli þið að gera í atvinnumálum? Dettið þið ekki í sama sukkið og fyrri stjórnir? Hverjum er að treysta í dag????
Eigið ljúfar stundir.
Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir hvert orð sem hér er ritað. Ég hef nú aldrei séð neinar úrlausnir á borðinu hjá Vinstri Grænum, hvorki nú eða fyrir síðustu kosningar.
Við verðum að fá að vita hvað þessir menn ætla að gera og hverjir það nú verða sem komast að í næstu ríkisstjórn þá verður að vera góð eftirfylgni með að þeir standi við það sem sagt er.
Við höfum eigi gert það hingað til.
Knús í daginn ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.12.2008 kl. 11:06
Er þetta ekki alt sama batteríið Sigga mín. Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 8.12.2008 kl. 12:16
Takk fyrir innlitið og kvittið Elskurnar mínar.
Eigið dagin Ljúfan Ljósin mín..
Sigríður B Svavarsdóttir, 8.12.2008 kl. 13:24
Það er eins og oft áður ,að það eru allir sakleisið uppmálað ,og virðast enganvegin kannast við það sem aflaga fer ,en hamast samt við að reyna að plata fólkið til að treista sér ,þetta er skrítin pólutík .
Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.