Gott mál.

Mér finnst þetta hið besta mál. Það á að skera niður hjá Rúv þannig að þessi mismunur ætti samkvæmt því ekki að velta til okkar landsmanna, sem hækkun á afnotagjöldum.

Vonandi nær skjárinn að lifa lengur, þar er verið að sýna ágæta þætti,  þeir  eru ágæt tilbreyting frá RÚV. Ekki það að RÚV sé ekki að standa sig.  Við viljum val.


mbl.is RÚV af auglýsingamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Mér finnst það algjört glapræði að taka RÚV af auglýsingamarkaði.  Held að þetta verði bara til þess að afnotagjöldin hækki eða að almenningur verði meira skattpíndur til þess að mæta þeim tekjumissi sem hlýst af því fyrir RÚV að fara af auglýsingamarkaði.  þessar stöðvar eins og Skjár einn og stöð 2, sem lengi hafa barist fyrir því að fá RÚv af þessum markaði, gátu alveg gert sér grein fyrir því, þegar þær byrjuðu sína starfsemi að við RÚV var að keppa á auglýsendamarkaði.  Af hverju á ríkið að vera taka RÚV af auglýsingamarkaði bara til þess að hinar stöðvarnar geti lifað?  Það er fáránlegt finnst mér.    Ef þessar stöðvar geta ekki rekið sig í samkeppni við RÚV á þessum markaði þá eiga þær ekki að standa í þessum rekstri.  Þú nefnir hér að ofan að það sé gott að hafa val um hvaða stöð maður eigi að horfa á, og get ég alveg tekið undir það með þér,  en hvað með það að auglýsendur megi líka hafa val.  Þeir vilja kanski auglýsa helst á stað þar sem skilaboðin þeirra komast til skila við sem flesta.  RÚV næst út um allt land en það gera hinar stöðvarnar ekki, ekki ennþá að minnst kosti.  Það er ekki bara höfuðborgarsvæðið sem á rétt að fá að sjá hvað verslanir og þjónustufyrirtæki hafa upp á að bjóða.  Það þarf nefnilega að hugsa út í þessa þætti líka.

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 28.11.2008 kl. 17:00

2 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Takk fyrir þitt innlegg Kristján.

Ég skil alveg hvað þú ert að meina með dreifikerfi stöðvana, en ég sagði líka að þeir ætluðu að draga úr kostnaði þannig að við myndum sleppa við hækkanir. Annars ætla ég að segja þér í leiðinni að RÚV nær ekki en þá um allt land, því ég þekki bæi í sveitinni sem hafa aldrei náð að horfa á RÚV milliliðalaust. Sveitungar hafa tekið upp á spólur það helsta og fært fólkinu til að spila í tæki þeirra. Það stóð meira að segja leiðindi um afnotagjöldin..Bændurnir  áttu að  borga  þau þó enginn sjónvarpsgeisli eða tenging  væri í nánd við bæina. En svona er misskiptinginn en þá árið 2008. Við skulum vona það besta. Það verða ekki allar auglýsingar teknar út, sagði ráðherra. Treystum.

Sigríður B Svavarsdóttir, 28.11.2008 kl. 17:37

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það á bara að leyfa fólki að velja hvaða stöðvar það vill borga af.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.11.2008 kl. 18:12

4 Smámynd: Heidi Strand

Ég er sammála Millu. Ég horfi mjög litið á sjónvarp og er alveg sama um RUV.
Fyrstu skref í sparnaðinn verður vonandi að Pál stjóri skili inn jeppann.

Heidi Strand, 28.11.2008 kl. 22:45

5 Smámynd: Anna Guðný

Ef fólki verður leyft að borga af þeirri stöð sem það vill verður eintómt amerískt afþreyingaauglýsingasjónvarp. Verði ykkur að góðu. Eins og mér finnst skemmtilegir margir þættir á Skjá 1, þá er ekki nokkur leið að horfa á þá núna. 2,3 og upp í 4 auglýsingahlé í hverjum þætti. Og þeir vilja meira. Ég efast um að ég kíki oft á Skjá 1 fyrr en eftir jól.

Hafðu það gott.

Anna Guðný , 28.11.2008 kl. 23:34

6 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Takk fyrir ykkar innleg stelpur. Ljós og kærleikur til ykkar allra.

Sigríður B Svavarsdóttir, 28.11.2008 kl. 23:48

7 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

RUV hefur löngum verið furðufyrirtæki sem fáir af yngsta fólkinu skilur tilgang tilveru. Þá á ég við skyldu áskriftar. Ég veit ekkert um hvernig RUV er rekið vel eða ílla enn hef tilfinningu fyrir að flest kosti þar mikið. Mér hefur fundist RUV vera að standa sig á undanförnum árum, þegar litið er til dagskrár þá finnst mér hún  alveg sæmileg dag hvern. Enn það er þessi skylduáskrift sem er út úr korti.  Það er eitthvað sem ekki á að vera til, fólk á að geta valið og hafnað hverju það gerist áskrifandi að. Það er líka út úr korti að fyrirtæki  sem er á fjárlögum að stærstum hluta sé að senda út auka skatt á landsmenn, getum við kannski átt von á að við þurfum að fara að borga áskrift af fleiri ríkisfyrirtækjum s.s Lanspítalanum, Orkustofnun. Flugmálastjórn, Vegagerðinni  svo eitthvað sé nefnt. Þetta bara gengur ekki burt með afnotagjöldin.

Gylfi Björgvinsson, 29.11.2008 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband