Sælla er að gefa en þiggja.

Ég var svo heppinn að vera dregin út hjá Euro í gær og fékk vinning á tónleika hjá Ellen og KK annað kvöld í  Hafnafirði. Tvo miða takk fyrir. Minn fyrrverandi var heppnari en ég í okkar búskapartíð  hann vann nokkra smá vinninga, en þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ vinning. Skrítin tilfinning en gleði fylgdi henni.  Það reyndist þrautin þyngri að fá einhvern til að fara  á tónleikana, ég kemst engan vegin þar sem ég bý á Akureyri. Ég hringdi 7 símtöl áður en miðarnir gengu út.  Hahah en tókst.  Sælla er að gefa en þiggja, heyrðuð þið taktinn? Sælla er að gefa en þiggja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Frábært að þú fékkst einhvern til að fara.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 28.11.2008 kl. 00:11

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hummm.... finnst eins og einhverjir hafi sagt sælla er að taka en borga.

Ætli það sé misminni hjá mér? 

Létt bull inn í góðan dag

Guðrún Þorleifs, 28.11.2008 kl. 06:32

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Sigga mín, gott að þú gast gefið miðana fyrst þú komst ekki sjálf. Eigðu góðan dag vinan

Kristín Gunnarsdóttir, 28.11.2008 kl. 10:01

4 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Þetta er ákveðin  fíling  að gefa  fíling sem fyllir sálu mans og veitir ákveðna vellíðan. Þetta verða örugglega góðir tónleikar  Njóttu dagsins frænka

Gylfi Björgvinsson, 28.11.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband