30.11.2009 | 23:19
Eru sem sagt ofurlaun í gangi en þá?
eða voru hundruð manna að vinna við verkefnið??
319 milljóna kostnaður við skilanefndir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þetta er laun 15 klíkupúka, 4 milljónir á mánuði. En þetta er bara aukasporsla hjá þeim öllum, þetta er ekki þeirra aðalvinna.
Guðmundur Pétursson, 1.12.2009 kl. 00:14
þvílík bilun..
Sigríður B Svavarsdóttir, 1.12.2009 kl. 00:29
Ekki vera svona miklir Dickheads, þetta er út af öllu mögulegu þetta eru ekkert bara laun. Hvernig væri að bíða eftir nákvæmari tölu áður en menn eru hengdir á blogginu.
Blahh (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 00:42
Skilanefndirnar eru ekki bara þeir örfáu menn sem raunverulega voru skipaðir í nefndirnar, þeir voru bara "verkstjórar" ef svo má að orði komast. Fjölmargir unnu fyrir skilanefndirnar við að vinna úr eigum og skuldum gömlu bankanna. Nú veit ég ekki hvort launakostnaður þeirra flokkist á skilanefndirnar eða gömlu bankana sjálfa en falli hann á skilanefndirnar útskýrir það held ég kostnaðinn að mestu, enda dýrt að hafa fjölmarga í vinnu, hver sem launin eru.
Arnór (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 01:14
Það er frekar augljóst að þetta eru bara laun þessara 15 skilanefndarmanna, sem eru reyndar ekki nema á bilinu 2,7- 3,4 milljónir á mánuði yfir þetta tímabil. Þeir billa þetta síðan líklega sem verktakar í gegnum eitthvað ehf félag sem þeir eiga til þess að geta sloppið sem billegast frá skattinum.
<>Eins og fram kemur í fréttinni, þá er allur annar kostnaður skilanefndana bókfærður sem rekstrarkostnaður viðkomandi banka, hinsvegar væri fróðlegt að fá sundurliðun frá FME og skilanefndunum um heildarkostnað og hvernig hann skyptist. Þeir eru örugglega æstir í að veita þær upplýsingar
Ísland er spilltasta land hins vestræna heims. Það þarf meira en bankahrun eða þjóðargjaldþrot til þess að það breytist.
Guðmundur Pétursson, 1.12.2009 kl. 05:34
Ég er virkilega ánægður með Guðmund og hvernig hann getur horft á tölu fyrir 3 mismunandi stofnanir og séð strax um hvað er að ræða. Þú ættir að gerast endurskoðandi. Gætir séð um allt landið á 5 mínútum.
Blahh (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 07:32
Það eru gefnar upp tölur fyrir hvern banka í fréttinni. Lestur og reikningur eru líklega ekki þínar sterku hliðar Blahh. Þetta skánar þegar þú kemst upp í 9 ára bekk.
Guðmundur Pétursson, 1.12.2009 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.