20.11.2009 | 21:05
En eitt nafnið.
Hvað skildi þetta nýja nafn þýða á Íslensku.
Ég er búin að eiga sama viðskipta númerið lengi en þetta er fjórða nafnið á bankanum ef ég tel rétt. Búnaðarbankinn, KB Banki, Kaupþing og nú Arion-banki .. ekki einu sinni Íslenskt nafn. Þetta er ótrúlegt en satt.
Nafnabreytingar kosta mikla peninga sem að sjálfsögðu verður tekið af viðskiptavinum í gegnum vexti.
Kaupþing verður Arion banki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl.
Fjórða? Búnaðarbankinn. Búnaðarbanki Íslands. Búnaðarbanki Íslands hf., Kaupþing Búnaðarbanki, KB banki, Kaupþing Banki, Nýi Kaupþing Banki, Arion.
Þetta er áttunda nafni skv. mínum bókum ;)
Sigurjón Sveinsson, 21.11.2009 kl. 00:05
Hæ skvísa.
Gaman að heyra í þér og þú hefur svo margt til málanna að leggja.
Já þetta með nöfnin, ég á enn bankabók frá Búnaðarbanka Íslands og hún hefur aldrei verið stimpluð ógild.
Fyrsta færsla í hana er 9. nóv. 1950 kr 595 og 16 aurar. og síðan með hléum.
Ætli ég geti ekki bara farið með hana til Arion banka og sagt að það eigi að vera fleiri hundruð milljónir í bókinni, eitthvað hafi bara misfarist bókin sé gild.
Svo myndast titringur í bankanum og erlendir sérfræðingar verða fengni til að rannsaka málið og komast að því að ég hafi keypt jólagjafir fyrir konuna fyrir féð.
Kveðja til þín og þinna.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.11.2009 kl. 09:27
Sæll Sigurjón Sveinsson.
já mér hefur heldur betur brugðist minnið á alla þessa búnaðarbanka, ekki ætla ég að efa upptalningu þína á þeim. Takk fyrir þetta.
Steini minn gaman að vera kölluð skvísa og heyra allan húmorinn sem er í hverri línu. Það er svo gott að brosa það er allra meina bót. Það kemur í stað flensusprautna að skríkja inn í sér.
Já hehe láttu á það reyna að taka út þína ávöxtuðu upphæð síðan 1950. Ég man hvernig þeir fóru með sparnað minn og barna minna, hann bókstaflega þurrkaðist út 1981 eftir minntbreytingu. Það væri gaman að vera fluga til að geta séð svipinn á fólkinu þegar þú kemur með bókina og segir erindi þitt. Ég held að henni verði betur varið með þér í gröfina þegar að því kemur. Haltu í húmorinn þannig þekki ég þig. Þú mátt trúa því að það geri ég líka
Sigríður B Svavarsdóttir, 21.11.2009 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.