14.10.2009 | 23:36
Af hverju þessa menn??
Af hverju er verið að senda þetta fólk úr landi, flóttafólk sem á ekki griðarstað í sínu heimalandi á meðan glæpamenn frá öðrum löndum ganga hér lausir, brjótast inn og stela hægri vinstri fá að vera hér í friði?
Mótmælt við lögreglustöðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einfalt svar. Það gilda alþjóðleg lög um flóttamenn sem við fylgjum. Ef við leyfðum þeim að vera þá brytum við þau lög og þá væri landið fyrst opið fyrir hverjum sem er.
Bergur (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 00:09
Ef við værum að fylgja þessum lögum væri ekki verið að senda þessa menn úr landi þar sem þeir eru búnir að eignast fjölskyldur hérna, vini og farinir að mynda tengsl við landið. Fyrir utan það að þeir eru færari í íslensku en margur annar sem fær ríkisborgararétt hérna og hafa samt dvalið lengur á þessu skeri.
A.L.F, 15.10.2009 kl. 00:50
Maður skilur ekki oft á tíðum þær aðferðir og gjörninga sem viðhafðir eru.
tel þetta vera færibanda-tengt ekki mannúðar-tengt
Kærleik í daginn
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.10.2009 kl. 08:22
Takk fyrir þetta Bergur.. ég veit að það eru lög sem þarf að fara eftir en þurfa ekki útlendingar sem valsa hér um undir merkjum EES að hlíta lögum? En kem ég að þeirri skoðun minni að við göngum úr EES frekar en að láta allt þetta sem er kallað "frelsi" rústa mannlífinu hér. Ég skil ekki af hverju fólk sem er heiðvirt á flótta vegna öfgabilun í sínu landi fá ekki landvistarleyfi. Ekki erum við að borga með því fólki sem er að vinna fyrir sér hér. Við borgum vistun glæpagengja sem virðast geta verið hér um frjálsir að brjóta lög og sitja af sér í fangelsum í tuga tali á okkar kostnað. Ég tala nú ekki um laun og álögur lögreglumanna um allt land.
Sigríður B Svavarsdóttir, 15.10.2009 kl. 21:44
ALF og Milla mín... Takk fyrir ykkar innlegg. Nei þetta er illskiljanlegt.
Sigríður B Svavarsdóttir, 15.10.2009 kl. 21:45
Ég er sammála þér sigga, að þeir erlendu glæpamenn, sem hér sitja í fangelsum okkar ætti að senda til sinna heimalanda, en leyfa þessum flóttamönnum sem hér eru að berjast fyrir landvist, að vera og fóta sig enda komnir með fjöldskyldutengsl. Rauði krossinn berst fyrir veru þeirra hér líka... http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/10/15/raudi_kross_islands_motmaelir_akvordun_stjornvalda/?ref=morenews og velkomin í bloggheima á ný eftir fríið
josira, 16.10.2009 kl. 00:12
Sammála þessu:"En kem ég að þeirri skoðun minni að við göngum úr EES frekar en að láta allt þetta sem er kallað "frelsi" rústa mannlífinu hér". Annars sýnist mér þetta samband ganga út á eiginhagsmuni aðallega, græðgi og mismunun gagnvart fólki utan EES sem kemur hingað. Vil að við komum jafnt fram við útlendinga, í orði sem á borði-lagalega og félagslega-einungis þá er hægt að kalla þetta fjölmenningarsamfélag að mínu mati. Fyrsta innlit hingað en fannst þessi færsla áhugaverð, vona komi ekki að sök.
Max Ólafsson (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 01:45
Takk fyrir ykkar innlegg Jósíra og Max. Ég sé að þið erum sammála mér í þessu. Ég vona að við sleppum frekar úr EES viðjum en ganga í fleiri gildrur hjá ESB.
Takk Josíra mín. ég hef ekki verið hérna lengi hef ekki viljað taka nema takmarkaðan þátt í umræðum því við fáum engu ráðið hvort sem er. Það er sama hvaða fólk maður kýs allir svíkja loforðin jafnóðum.
Sigríður B Svavarsdóttir, 17.10.2009 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.