21.8.2009 | 16:09
Sammála síðasta ræðu manni:)
Alveg er ég hjartanlega sammála þessum kennara, þessir staðlar og lög sem er verið að búa til af lærðu fólki eru löngu komin út úr korti. Það er komin tími til að henda út auka kostnaði og vantrausti á fólk í grunnskólum og fyrirtækjum þar sem heiðarlegt fólk er að vinna frá hjarta. Vinnusvikin fara ekki fram í skólum landsmanna þori ég að fullyrða. Ef einhver mætir ekki á réttum tíma eða er ekki að sinna sinni vinnu á einhvern hátt, þá á sá hinn sami að fá reisupassann.
Uppreisn gegn stimpilklukku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki get ég nú séð að með stimpilklukku sé verið að vantreysta kennurum. Og má þá skilja færslu þína þannig að í fyrirtækjum þar sem stimpilklukkur eru sé ekki heiðarlegt fólk sem vinnur frjá hjartanu. Kennara skrifa á hverju hausti undir vinnuskýrslu þar sem þeir samþykkja að vera í skólanum ákveðinn tíma í viku hverri. Er ekki allt í lagi að fylgjast með þeim eins og öðrum launþegum?
Rósa Harðardóttir, 21.8.2009 kl. 16:48
Það þarf engar stimpilklukkur á vinnustaði hvað sem þeir heita. Fólk þarf hvort sem er að gera vinnuskýrslur og vinnuveitandi kvittar undir hvort sem það er deildarstjóri eða verkstjóri sem það gerir. Það er á ábyrgð hvers og eins hvernig hann eða hún útfylla sýna vinnu skýrslu. Klukkurnar eru bara til að koma inn hjá fólki að því sé ekki treyst og í kjölfarið skapast kæruleysi.
þetta er mín skoðun:
Sigríður B Svavarsdóttir, 21.8.2009 kl. 17:32
HummKvitta fyrir innliti mínu!!!!
Vonandi ert þú hress Sigga mín
Guðný Einarsdóttir, 26.8.2009 kl. 09:16
ég er hress Gulla mín, er bara hætt að nenna að blogga. Ég sé ekki myndina af þér Gulla mín, hvað er í gangi?
Sigríður B Svavarsdóttir, 2.9.2009 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.