4.7.2009 | 17:09
Á hverjum á að taka mark?
Af hverju gengu sjálfstæðismenn ekki frá þessum málum á meðan þeir voru við völd?
Að undan förnu hafa sjálfstæðismenn verið að gaspra um Icesave reikninginn hér og þar án þess að hafa gengið frá því hvernig ætti að borga skuldir óreiðumanna eins og Davíð orðaði það svo vel. Nú valta þeir yfir stjórnina með orðaflaum sem er með ólíkindum í stað þess að stjórnvöld vinni allt málið saman eins og menn. Stjórnarandstaðan og stjórnin eiga að vinna saman í stað þess að karpa endalaust. Það er mín skoðun að fyrri stjórnir framsóknar og sjálfstæðis eiga ófarir þjóðarinnar vegna órásíu hugsana sinna og stjórnlausrar einkavæðingu. Þeir gerðu lagaramman færan fyrir græðismenn..
Ekki setja þjóðina á hausinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Davíð hefði verið nær að standa sig í stykkinu þegar hann var í Seðlabankanum. Ef hann hefði blaðrað minna og reynt meira að hemja bankana með þeim meðulum sem bankinn hefur þá værum við ekki í þeim vanda sem við erum í nú. Því bið ég Agnesi og Davíð að láta okkur í friði með sitt raus.
G (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 17:24
Það er alveg rétt að Davíð og Halldór gerðu mörg herfileg mistök en það réttlætir ekki þennan Icesave samning sem bætir gráu ofaná svart. Með þessum Icesave samningi er tryggt að Íslendingar verða gjaldþrota í síðasta lagi eftir 7 ár.
Sigurður Þórðarson, 4.7.2009 kl. 17:37
Hvað með stærstu eignarhaldsamsteypuna [1500 milljara skuld í dag við innlend og erlend
útibú?] , Glitnir ehf, Hverfisgötu 1 [verskmiðju skammtíma lausna], einróma hjörð Samfó?
Júlíus Björnsson, 4.7.2009 kl. 19:08
Það er alveg hrikalegt hvernig allar gáttir opnuðust og valin maður settur í hvert rúm. Eftirlitið hvort sem það var fjármálaeftirlitið eða seðlabankinn brugðust algjörlega fólkinu í landinu, og pólitíkusar matreiddu lögin eftir því hver átti í hlut. Ofurlaun og eftirlauna samningar voru settir á hægri vinstri en alltaf var gengið á eigur þeirra sem minnst máttu við því. Öll óráðsía hefur hingað til lent á þeim sem minna meiga sín. Nú lendir það líka á hálaunuðum að borga og þeim svíður mest auðvitað, því það er erfitt að snúa við staðreyndum.
Sigríður B Svavarsdóttir, 4.7.2009 kl. 21:53
Það fer svona er menn vinna ekki vinnuna sína svo árum skiptir.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.7.2009 kl. 14:04
Þessir menn ættu að kunna að skammast sín fyrir að vinna ekki vinnuna sína ,og einmitt nú ættu þessir menn að standa saman við að reyna að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl aftur ,sama í hvaða flokki þeir eru , þá er eina ráðið að nota alla samstöðu til þess , notum skinsemina stöndum sama sem einn .
Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 11:26
Málið er að stjórnvöld eru ekki að vinna eins og menn. Stjórnsýsla þessarar stjórnar er með ólíkindum léleg og enginn þingmaður á Alþingi íslendinga ætti að taka þátt í eða styðja vinnubrögð af þessu tagi Amen
Gylfi Björgvinsson, 16.7.2009 kl. 18:03
Rétt hjá þér frændi minn..
Takk fyrir kvittið kæru vinir. er lítið hérna inni.
Sigríður B Svavarsdóttir, 17.7.2009 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.