Fóru ekki baksjóðirnir á markað?

Voru ekki allir sparisjóðir SPRON settir á markað á tímum græðisvæðingar?  Ég heyrði á þeim tíma Pétur nokkurn Blöndal tala um að þetta væru sjóðir sem engir ættu og þá ætti að setja á markaðinn. Þessir sjóðir voru auðvitað baksjóðir SPRON eins og hugsað var í upphafi sparisjóðavæðingar á sínum tíma, og trúlega fall þeirra núna.
mbl.is SPRON-sjóðurinn tapaði en lifir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Ég er algerlega hætt að botna í þessu, enda finnst manni þessir sjóðir vera bara tölur ekki raunverulegir peninga, allavega hverfa þeir nógu fljótt.

Knús á þig

Auður Proppé, 1.4.2009 kl. 17:57

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Fé án hirðis, týnist í flám og drullukeldum. Fé með fjárhirði horfellur í peningshúsum. Svo hér er úr vöndu að ráða fyrir þjóðina hvað hún á að taka til bragðs.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.4.2009 kl. 21:46

3 identicon

Jú skrítið er kerfið  satt er það ,en það er eins og allt hverfi  bara í hítina miklu ,og síðan veit enginn neitt .Það er ekki von að venjulegt fólk geti skilið þessa endalausu  eilífu  stöðu sem kerfið virðist vera í ,og það hefur enginn vit á því að segja eða gera neitt í þessu ,hahahahehehehe.

Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband