22.12.2008 | 13:18
Upprifjun ársins og jólakveðja..
Um leið og ég óska bloggfélögum, vinum mínum og frændfólki innilega gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári langar mig að rifja upp atburði síðastliðins árs, og monta mig smá.
Um áramótin 2007-2008 breytti ég um starf og fór aftur í kokkamennskuna. Það starf var ég búin að vinna við alllengi, (en með hléum)..með þakklátum neytendum hvort sem þeir voru háir eða lágir. Það var samt eitthvert hættu merki sem komu upp í hugann þegar ég sótti um starfið. Ég skeytti því ekki einhverra hluta vegna. Starfið fór vel af stað, mér var mjög vel tekið. þarna voru hefðir fyrir sem varð að brjóta upp að ósk stjórnanda. Það tókst með ágætum. Hvergi voru neinar meiri háttar hindranir, bara gaman, en mikil ábyrgð. Ég sagði ekki alveg skilið við gamla starfið, sem var afgreiðsla í heilsubúð.. Ég vann þar aðra hvora helgi áfram. Ég kann mjög vel við að vera innan um fólk, hef gaman af því að spjalla og fræðast um leið. Það starf heillar mig verð ég að játa.. En það bankaði upp á hjá mér ótrúleg hindrun þann 15 apríl sl. Þá var keyrt í veg fyrir mig þegar ég var á leiðinni í vinnuna (kokkastarfið) á þjóðvegi eitt, alveg gjörsamlega óvænt atvik. Ég var á 90 km hraða. "Bang" Þarna mætti ég örlögum mínum, stærstu hindrun lífs míns á einu augnabliki. Í dag er ég þakklát fyrir að hafa ekki farið ver,, þó svo ég sé með verki upp á hvern dag, og misjafnlega stirð. Ég nefnilega áttaði mig á því að margir lenda í hjólastól og verða það ævina á enda. Ég er þakklát fyrir að geta gengið, setið, hlegið, keyrt, og ekki síst andað. Ég stefni alltaf á að fá verkjalausa framtíð. Það kemur.
Af börnunum mínum er allt gott að frétta. Róbert minn er en í skóla, nú er hann að læra heilbrigðisverkfræði þessi elska, og vinnur með eins og ekkert sé sjálfsagðara. Margrét hans heldur vinnunni sem er frétt í dag, því hún vinnur hjá fjármálafyrirtæki og það er ekkert sjálfgefið að halda þeirri vinnu, er á meðan er. Þau er flott saman, skilja hvort annað vel, enda fædd á sama degi.
Svavar minn er búin að standa í ströngu á árinu. Hann er með erlend lán sem hafa margfaldast í rússíbana krónufallsins. Hann er duglegur ásamt henni Thelmu sinni. Þau horfa fram á við, bjartsýn á lífið og tilveruna. Þau eiga stóran draum sem ég vona að rætist. Þeirra litla skott er Sædís Sól, ömmu jólarós 4 ára..
Kolbrún Laufey Kjartansdóttir á jólunum í fyrra.
Þessi litla kona bræðir hjartað hennar ömmu sinnar, hún er einstök eins og öll mín barnabörn eru. Það er aldurinn og einlægnin sem bræðir ekki satt.
Sædísin hennar ömmu er sjálfstæð kona, hún er frekar lítið fyrir knúsið.
Ég sé þau líka öll "alltof sjaldan".
Elvar Daði er minn yngsti sonur. Hann er laus og liðugur. (stelpur). og bráðmyndalegur í öllu sem hann gerir. Hann er með fína vinnu, hörkuduglegur og samviskusamur. Hann gefur hvergi eftir hvort sem hann er að keyra sendibílinn, eða á dekkjaverkstæði.
Lífið gengur sinn gang hjá þessum elskum öllum. Aðalmálið er að vera heill og hamingjusamur í hjarta. Hvernig er annað hægt, þegar allt er til alls, og heilsan í lagi.
Ég er sko heppinn með mitt fólk, og þakka guði fyrir þau öll með tölu..
Úr einu í annað.
Á þessu herrans ári 2008 þann 15 október sl gáfum við afkomendur föður míns Svavars Jónssonar frá Öxl í Þingi út geisladisk með 11 lögum eftir hann, spiluðum af honum, ásamt Svavari syni mínum, sem spilaði með afa á gítarinn sinn í gegnum árin.. eða þegar tækifæri gafst. Alltaf var stutt í brosið og nikkuna hjá þeim gamla þegar eitthvað stóð til. Svavar minn naut þess ekki síður að spila með afa. Það voru ánægjulegir tímar, sem gleymast seint.
Þarna naut ég aðstoðar frá öðrum syni mínum honum Róbert sem kom móðir sinni á óvart, eins og oft áður. Hann spilaði inn á eitt lagið á diskinum í ágúst með trompet sem hann hafði farið að læra á í febrúar 2008. Ég hafði ekki grun um að það hljóðfæri væri komið að vörum hans. þetta var góð orka og skemmtileg vinna. Þúsund þakkir til allra þeirra sem hjálpuðu mér við að koma upptökunni minni á disk, því það var ég sjálf sem tók lögin upp heima hjá föður mínum, tókst alveg ótrúlega vel þó ég segi sjálf frá. Notað var söluverð harmonikkunnar til að fjármagna verkefnið. Faðir minn lést í janúar 2007, en við gáfum diskinn út á 80 ára fæðingadegi hans.
Diskurinn heitir: Litið um öxl..
Svona geta stórir draumar ræst.
Ég kann ekki að setja framhliðina á disknum hér inn.
Ég fékk mér bókina Reiknaðu þig út eftir Benedikt S.Lafleur um daginn.
Nú er ég í því að reikna mig út, og sýnist mér næsta ár verða mér gott, en 2010 en betra Ég lít björtum augum til framtíðar á allan hátt, og er nokkuð viss um að það rætist.
Ljós og kærleikur til allra með jólaóskum frá stoltu dótturinni, móðurinni og ömmunni á Akureyri..
Blessun guðs fylgi ykkur öllum nær og fjær.
Ég bið af hjarta barnið mitt
að blessist sérhvert sporið þitt.
Engill Guðs þér haldi í hönd
í hjarta þínu um ókunn lönd.
Höf. S.B.Sv
Athugasemdir
Sigga mín takk fyrir þessa færslu og myndirnar eru svo glaðar, enda eigi von á öðru börnin eru svo einlæg.
Árið þitt var gjöfult þrátt fyrir allt og verkjalaus munt þú verða með tímanum
Sigga mín svo vona ég að við hittumst hressar á nýju ári við þurfum að spjalla heil ósköp.
Ljós og kærleik til þín með gleðilegri jólaósk
Þín Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.12.2008 kl. 15:14
Falleg barnabörnin þín Sigga mín reyndar er ég ekki hissa á því,því fallegir eru pabbarnir líka
Guðný Einarsdóttir, 22.12.2008 kl. 17:56
Takk Milla mín. Já lífið er mikill skóli, og árið hefur gefið mér margt sem hægt er að skrá í minningabókina mína ef hún væri virk.. Öll reynsla er góð þegar búið er að vinna er úr henni, og skilja út á hvað hún gekk.
Ljós og en meiri kærleikur til þín Elskuleg...
Sigríður B Svavarsdóttir, 22.12.2008 kl. 18:52
Já Gulla mín ég er rík kona, ekki síst að hafa verið svo lánsöm að hafa kynnst þér mín Elskuleg.. Strákarnir mínir eru allir glæsilegir, þeir eru líka svo einstakir Gullmolar, hver á sinn hátt. Ég á þá heldur ekki ein útlitið á þeim er blandað. Albræðurnir! ekkert líkir eins og þú veist best..
Kærleikur og ljós til þín Ljúfust mín..
Sigríður B Svavarsdóttir, 22.12.2008 kl. 18:58
Falleg frásögn hjá þér Sigga mín og falleg barnabörnin þín. Guð gefi þér og þínum Gleðileg jól og farsældar á nýju ári. Jólakveðja
Kristín Gunnarsdóttir, 22.12.2008 kl. 19:45
Takk kærlega fyrir þessa frásögn, Sigga mín. Ég vona að þú og allt þitt fólk eigið yndislegar stundir yfir hátíðarnar. Hafðu það sem best
Kær jólakveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 23:44
yndisleg og skemmtileg frásögn æðislegar myndir af ömmukrílum
Brynja skordal, 23.12.2008 kl. 00:06
Yndislega falleg færsla hjá þér Sigga mín og barnabörnin þín eru svo falleg.
Megi gleði og hamingja ríkja á þínu heimili þessi jól sem og alltaf.
Jólaknús á þig og þína
Helga skjol, 23.12.2008 kl. 10:57
Þú ert rík Sigga að eiga öll þessi fallegu börn.
gleðileg jól og takk fyrir góð kynni á árinu sem er að liða.
Heidi Strand, 23.12.2008 kl. 11:44
Satt er það Sigga mín að þú ert rík að eiga alla þessa afkomendur ,og allt fólkið drifduglegt og bjartsýnt .Já það var skelfilegt þegar þú sjálf lentir í þessu ömurlega slysi ,það er alt of oft sem slíkt verður til fyrir yfirsjón og stress held ég ,en við verðum að vona að þú getir smásaman náð þér upp úr þessu tjóni aftur þó að sé reyndar ekki auðvelt .. Þú átt heiðurinn af disknum hanns föður okkar ,sem tókst með afbrigðum vel ,og er flottur.Þakka þér fyrir falleg orð í þínum teksta ,og ég veit að það kemur frá hjatra þínu. Eigð þú gleðileg jól kæra systir ,og þakka þér allt það sem við höfum átt sameiginlegt á árinu heima og heiman .Kv Jón Reynir
Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 13:01
Skemmtileg lesning og falleg vísa í lokin. Hafðu Gleðileg Jól elsku frænka og hittumst heil á nýju ári
Jólakveðja af völlunum
Gylfi Björgvinsson, 23.12.2008 kl. 16:16
Bestu jóla og nýjárskveðjur frá okkur Hermanni. Þökkum samvinnuna og samveruna á sl. árum. Meigi nýja árið gefa þér gleði og góða heilsu.
Þóra
Þóra G. Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 22:01
Takk öll fyrir innlitið og kvittið. Hafið það sem allra allra best um hátíðina og njótið ljóss og friðar í hjarta.
Kærleiksríkt jólaknús og kveðjur til allra sem lesa þessa kveðju, þó þeir kvitti ekki..
Sigríður B Svavarsdóttir, 23.12.2008 kl. 22:24
Gledileg jól og farsælt komandi ár Sigga mín, hafdu tad ávalt sem best *S*
with love and light
Lilja
Lilja Margrét (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 10:44
Gleðileg Jól Sigga mín
Huld S. Ringsted, 24.12.2008 kl. 16:03
Fallegar myndir og falleg börn Sigga mín.
Gleðileg jól
Anna Guðný , 25.12.2008 kl. 19:27
Takk fyrir góða umsögn um okkur og bara alla, og já þessi tími í þessari kreppu er erfiður fyrir flesta maður tekur bara á því og lífið er ekkert dans á rósum.Gott að heyra að svanur og stella væru byrjuð aftur saman ég var farin að halda að hann væri GAY hehe. en Móðir góð þú ert frábær og þú mátt heyra það frá fleyrum en okkur, VIÐ ELSKUM ÞIG. PS gleðilega hátið allir .
Kjartan Már Óskarsson (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 12:07
Takk fyrir innlitið og kvittið Huld mín og Anna Guðný.
Megið þið eiga góðar stundir með ykkar fallega fólki.
Takk elsku Kjartan minn, fyrir þitt kvitt. Þú ert sjálfur frábær, og þið þessi litla fjölskylda. Öll börnin mín eru það.. á sína vísu. Já ég hefði alveg viljað fá kvitt frá fleirum, en sumir eru bara feimnari en aðrir.
Hlý kveðja til Svíþjóðar að norðan.
Sigríður B Svavarsdóttir, 26.12.2008 kl. 12:36
Gleðilega Hátíð!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.12.2008 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.