20.12.2008 | 22:33
Skiptum jafnt..
Já seljum þessar hallir strax, og leigjum íbúðir í ódýrari hverfum borgana. Síðan er mjög mikilvægt að lækka ofurlaunin það mikið að þau verði aldrei meira en helmingi hærri en lægstu launin í landinu.. Þeir sem hafa notið hárra launa hingað til hljóta að geta lifað af helmingi hærri tekjum en þeir skuldsettustu á lágum launatexta...Notum tækifærið núna og gefum upp á nýtt.
Við erum öll jöfn fyrir guði og mönnum. Skiptum sjóðnum með jafnri virðingu á allar stéttir þjóðfélagsins.
Sendaherrabústaðir verði seldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef þínar hugmindir verða að veruleika , sem eg vona að verði að veruleika breytist margt til betri vegar .Kærleikur og virðing mun ríkja
Við skiptum ekki á sanngjarnann máta núna.
Þess vegna er þjóðin sundruð hrædd reyð kvíðinn og gröm líka ofurlaunafólkið sem getur ekki komið út meðal almennings lengur . Það er ömurleg staða sem þetta fólk er búið að koma sér í Ef það lætur af græðginni þá líður því betur Það á valið.
Sigmar Ægir Björgvinsson, 20.12.2008 kl. 23:13
Ég er hjartanlega sammála þér Sigmar.. En ég veit að það eru því miður ekki allir sammála okkur því miður, en það á eftir að kólna en meira á toppnum ef engar breytingar verða.
Sigríður B Svavarsdóttir, 20.12.2008 kl. 23:44
Heyr, heyr!!!
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 23:55
Hvað á að gera við úrelta stjórnmálamenn?
gunna (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 00:41
Ekki endurvinna þá.. Hefðu þeir ekki gott af því að vinna almennu störfin svo sem umönnun.. kannski á geðdeildum? eða fara í fiskvinnslu,...ekki dónalegt það..
Sigríður B Svavarsdóttir, 21.12.2008 kl. 00:48
Það er heila málið, skiptum jafnt. Ef þetta væri spil gætum við sagt að það hafi verið vitlaust gefið og spilareglur þverbrotnar eða búnar til jafnóðum.
kveðja,
Brana (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 02:00
Svo sannarlega ætti þetta að vera þannig Sigga mín. Jólakveðja til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 21.12.2008 kl. 08:40
Auðvitað ætti launamunur að jafnast út og verða raunhæfur í þjóðfélaginu ,því það getur einganvegin alltaf leingst launabilið á milli stétta ,sem er alsekki raunhæft . Og ef þetta snarvitlausa launamunakerfi fefði ekki verið þetta mikið þá værum við ekki þetta illa stödd í þjóðfélaginu núna .En voða er ég hræddur um að ervitt verði að bakka út úr ruglinu því þessir sem liggja á gullinu vilja gera það áfram .
Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 09:54
Góðan daginn ágæta fólk.
Takk fyrir innlitið og kvittið. Já heimurinn væri betri ef við skiptum jafnt og bærum jafna virðingu fyrir því sem okkur er ætlað að lifa á. Ekki förum við með veraldlegar eignir úr jarðlífinu, ónei, en við förum með hjartað, sem er ríkt af minningum, og speglar jarðvistina alla.
Heilsan er dýrmætari en veraldlegar eignir, munum það ætíð.
Sigríður B Svavarsdóttir, 21.12.2008 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.