17.12.2008 | 22:33
Því ekki Íslandshreyfinguna?
Því ekki að efla Íslandshreyfinguna hans Ómars, ég held að við verðum sterkari þannig sem heild. Það hefur sýnt sig á liðnum árum að það er erfitt að koma á fót nýjum hreyfingum. Ómar er með góðar hugsjóir í sinni hreyfingu og er örugglega til í að þétta sína áhugamála skrá.. Ég vil endilega sjá landsmenn fylkja sér saman í einni stórri hreyfingu til að ná sem bestum árangri í kosningum. Við kjósum "öryggi" fólkið sem tók engan þátt í hruninu, en er skuld sett í botn vegna óráðssíu ráðamanna..
Framfaraflokkurinn fær listabókstafinn A | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Blessuð Sigríður.
ÉG hef oft hugsað það sama. Nafni minn er bæði heilsteyptur og hugmyndaríkur og þar að auki maður framkvæmda og hugsjóna. Það þyrfti helst að klóna hann og hafa a.m.k. 10 hans líka inná Alþingi.
Það sem hindrar hann sem sameiningartákn, er að hann hefur tekið afstöðu með ESB og ICesave borgunarliðinu. Þessi mál kljúfa þjóðina í tvennt. Samfylkingin þjónar vel já-fólkinu og vandséð hvaða bás Íslandshreyfingin hefði við hlið hennar. Nei-fólkið sem er vænt og grænt en kanski ekki vinstrigrænt, því vantar vettvang fyrir sínar skoðanir og vandséð hvernig Íslandshreyfingin gæti tekið við því með núverandi stefnu. En Ómar Ragnarsson er maður góðra verka og ætti að vera í þjóðstjórn og vonandi verður það fljótlega uppúr áramótum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.12.2008 kl. 22:58
Já kannski er þjóðstjórn það sem við þurfum fyrst og fremst. Hlutinn af stjórnarandstæðunni er svo sem ekki traustsins virði, framsókn kom okkur þangað sem við erum komin. Við þurfum fólk á þing sem lætur ekki kaupa sig hvorki af stundar græðgi né óheiðarleika. það eru ekki margir inn á þingi nú sem ég treysti. Þarna keppast flestir um að ljúga sig frá spillingunni, og troða skítnum á aðra..Traust og heiðarleiki er það sem mér var kennt í æsku og það er sá skóli sem allir eiga að fara eftir. En ekki glepjast af græðgi og yfirgangi.. Svik komast allaf upp um síðir. Það er alveg rétt við þurfum að klóna hann Ómar í ýmsu og hafa vit fyrir honum í öðru. Engin er fullkomin.
Sigríður B Svavarsdóttir, 17.12.2008 kl. 23:35
Sammála Ómari að ofan. Ég myndi ekki hika við að kjósa nafna hans ef hann losaði sig við ESB og Icesave dæmið.
Villi Asgeirsson, 18.12.2008 kl. 08:22
Við megum bara alls ekki ganga í ESB, frekar að ganga úr EES ef eitthvað er. Það vantar hreyfingu sem er á þeirri skoðun. Vonandi er hugsun Sturlu og félaga sú að ganga úr EES, því það voru lög og reglur þaðan sem hann var að mótmæla, (á gas tímum.) Takk fyrir ykkar innlegg Ómar og Villi.. Þetta er þörf umræða, og sem flestir ættu að koma að. Það er alltof algengt að fólk gefist upp og flæði með fjöldanum, í stað þess að berjast með rökum. Við verðum að hugsa um afkomendur okkar, hvert við stefnum þeim til framíðar. ESB er ekki lausn á neinum vanda, bara miklu meiri vanda til framtíðar ef eitthvað er....eigið góðan dag..
Sigríður B Svavarsdóttir, 18.12.2008 kl. 10:02
Sigga mín takk fyrir myndina,Knús til þín
Guðný Einarsdóttir, 18.12.2008 kl. 18:27
Kveðja
Huld S. Ringsted, 19.12.2008 kl. 08:01
Já mart hefur komið gott frá Ómari í gegnum árin og það væri kærkomið að fá ný öfl til að reisa landið okkar upp úr þessari miklu kreppu sem óstjórn og græki eru búin að grafa undan landsmönnum ,ég er líka tölvert heitur fyrir aflinu sem hann Sturla vörubílstjóri er að reyna að vekja upp ,en það er alveg nauðsinlegt að skifta um lið í brúnni áður en um oflanganur tími líður ,en það er ekkert smá átak að byggja upp efnahag þjóðarinnar aftur og atvinnulíf,þar sem núverandistjórn virðist ekki gera sér grein fyrir því að atvinnuhjólin verða að snúast ef ekki á allt að brenna upp.
Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 13:27
Já margt væri vitlausara en það Sigga mín maður bíður bara eftir því að sjá lista.
Ljós til þín ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.12.2008 kl. 21:32
Kærleiksknús til þín kæra kona
SteinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 20.12.2008 kl. 20:58
Takk fyrir innlitið og kvittið öll Elskurnar mínar...
Sigríður B Svavarsdóttir, 20.12.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.