25.11.2008 | 00:29
Er komin aftur!
Er mætt aftur á bloggið, eftir ca. 2 mánaða hlé. Ég sá fundinn í sjónvarpinu áðan. Ég ætla að byrja á að dáðst að Gunnari stjórnanda sem stóð sig með mikilli prýði. Allt fór vel fram. Ræðu menn stóðu sig einnig vel og fluttu sínar áherslur og skoðanir með ágætum. Persónulega hefði ég viljað fá meira traust til stjórnvalda og lengri tíma fyrir þau að upplýsa þjóðina, heldur en sitja undir kaffæringu ræðu manna og spyrjanda. Ég hefði ekki viljað vera í þeirra sporum, hverjir hefðu viljað vera þar og sitja undir því líku persónulegu niðurrifi? Og ætlast svo til að fá einlægt svar þeim ? Ég held engin. En auðvitað þurfum við meira gagnsæi og traust frá þessum ráðamönnum til að við getum verið róleg. Nú vil ég sjá skipt réttlátt til framtíðar, því nú er tækifærið. Nýtt upphaf, grípum það. Það á að gefa upp á nýtt, og öll spil eiga að dreifast jafnt í þessu landi. Hæðstu launin meiga ekki vera hærri en helmingi hærri en þau lægstu. Þannig eigum við að byrja. Öll eigum við það sameiginlegt að komum nakinn og förum nánast þannig aftur úr jarðvistinni. Engin einstaklingur er merkilegri en annar, hvar sem við fæðumst, og svipuð tækifæri og verkefni bíða okkar. Allt sköpunar verkið er gert fyrir okkur og okkar þarfir til að komast af. Af jörðu ert þú komin og að jörðu skaltu aftur verða. það eina sem við tökum með okkur úr jarðlífinu er reynslan hvort sem hún var góð eða slæm. Peningar og aðrar jarðneskar eignir verða eftir sem rifrildiseignir eftirlifanda og eru sjaldnast til góðs. Við eigum að leysa verkefni í jarðlífinu með jöfnuði og virðingu, en ekki valta fyrir hvort annað með ósvífni og græðgisvip. Sjáum ljósið það er ekki langt undan. Horfið þangað ágæta stjórnarfólk, og opnið skjóður og kistla leyndarmála fortíðar. Sýnið okkur að þið séuð traustsins verð.
Þetta er þjóðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyyy velkomin aftur
Guðný Einarsdóttir, 25.11.2008 kl. 00:39
Var búin að skrifa hjá þér en henti því óvart út.
Velkomin á svæðið aftur.
Við hjónin skelltum okkur í Akureyrarkirkju í kvöld á Mánudag gegn mæðu.
Þar talaði Björg Bjarnadóttir um vonina. Virkilega fróðlegt erindi hjá henni.
Óskar Péturs söng svo fyrir okkur í hléinu.
Ég sá svo smá hluta af fundinu eftir að ég kom heim. Sammála þér að ég hefði ekki viljað sitja fyrir svörum þarna.
Hafðu það gott
Anna Guðný , 25.11.2008 kl. 00:53
Takk Elskuleg.. Ég fer vonandi ekki að gera einhverjar æfingar á síðunni aftur sem stuðla að því að ég hendi mér út, hehe reyndar var það gert með stæl... ekkert vantaði upp á það..
Sigríður B Svavarsdóttir, 25.11.2008 kl. 00:53
Takk Anna mín og fyrir síðast. Gaman af myndunum sem þú settir inn á síðuna þína frá laugardeginum.. þetta hefur örugglega verið skemmtilegt kvöld hjá þér. Ég er svo ódugleg að fara svona, þarf einhvern til að hnippa í mig. Óskar er bara frábær hvað sem hann er.
Góða nótt Elskuleg.
Sigríður B Svavarsdóttir, 25.11.2008 kl. 00:56
Hjartanlega velkomin aftur Sigga mín, frá bært að hafa þig, góð vinkona og svo flott í að ná manni niður á jörðina ef maður hleypur of hratt með hugann.Takk fyrir síðast og fyrir mig ljúfust
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.11.2008 kl. 07:11
Gaman að sjá þig aftur Sigga Svavars. Hef verið að hugsa Hvar er Sigga en gott að heyra. Já fundurinn var góður en það pirraði mig hve Ingibjörg Sólrún staglaðist oft á að þetta væri nú ekki öll þjóðin. Þegar hún talar um ESB þá er eins og hún sé að tala fyrir alla þjóðina. Vil hana burt Össur líka ópólítíst séð.
CD Diskurin var æðislegur með föður þínum ofl kv v.
Valdimar Samúelsson, 25.11.2008 kl. 07:53
Velkomin aftur elsku Sigga, er buin að sakna þín mikið, hef oft hugsað til þín.Eigðu góðan dag vinan
Kristín Gunnarsdóttir, 25.11.2008 kl. 08:26
Gaman að sjá þig aftur hér Sigga, þín hefur verið sárt saknað! Og takk fyrir síðast
Huld S. Ringsted, 25.11.2008 kl. 08:39
Gott að sjá þig aftur Sigga mín!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.11.2008 kl. 09:51
Góðan daginn... Takk fyrir innlitið öll saman og að samþykkja mig sem "bloggvin" á ný. Já gaman að vera komin aftur, ætla að reyna að tolla inni.
Takk fyrir Milla mín, sömuleiðis Elskuleg. Við bætum hvert annað upp hvar sem við erum, með virðingu og styrk.
Já diskurinn Valdi minn.. hann fær góða dóma, enda alveg einstakur, eins og pabbi var. Við sem getum séð hann fyrir okkur spila á nikkuna, njótum lagana en betur.Lögin 11 eru öll svo góð og vaxa við hverja hlustun. Enda er upplagið að verða búið.
Stína mín: takk fyrir að hugsa til mín, það hef ég líka gert til þín. Ég vona að krónan fari að styrkjast svo þú hafir það betra þarna úti Elskuleg.
Takk sömuleiðis Huld mín.
Ljós inn í daginn ykkar Elskuleg.
Sigríður B Svavarsdóttir, 25.11.2008 kl. 09:55
Róslín mín fallegust. Takk fyrir, sömuleiðis Ljúfust allra ljósálfa.
Eigðu daginn góðan Elskuleg.
Sigríður B Svavarsdóttir, 25.11.2008 kl. 09:58
Takk fyrir síðast í bloggkaffinu , það var sko gaman. Verð að segja að þú orðar þetta fallega, þegar þú talar um fundin, eg hefði verið miklu rótækari , er samt nokkuð sammála þer. Og velkomin sem blogg-vinur.
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 10:02
Takk Unnur mín fyrir að vera bloggvinur minn, og fyrir síðast. Það var reglulega gaman. Þið kveiktuð í mér Já þú segir nokkuð, stór orð særa. Ég vil ekki verða fyrir svona orrahríð sem einstaklingur. Ríkisstjórnin sat undir mjög vondri orku. Ef það á að gefa upp á nýtt, er það ekki gert af reynslulausu, en vel menntuðu fólki eingöngu. það þarf að breyta hugsana gangi allra sem hafa fengið lausan tauminn í gegnum árin.
Takk fyrir Rolf.... og takk fyrir hólið Við sjáumst fljótlega.
Sigríður B Svavarsdóttir, 25.11.2008 kl. 10:28
Hjartanlega velkomin aftur. Nú kemur inn mýktin og mannkærleikur ekki veitir okkur af..
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 12:45
Takk fyrir Hallgerður mín.. Við breytum engu með reiði, njótum þess að tjá okkur og gera okkur skiljanlegar á mjúkum nótum. Gerum aldrei öðrum það sem við viljum ekki að okkur sé gert. Er það ekki gott mottó.
Njóttu dagsins Elskuleg.
Sigríður B Svavarsdóttir, 25.11.2008 kl. 12:54
Velkomin aftur frænka. Ég var að sjálfsögðu á fundinum í gær og fannst hann nokkuð góður ef frá er talinn hroki flestra ráðherranna, það var dapurt að horfa á og heyra
Gylfi Björgvinsson, 25.11.2008 kl. 23:30
Já gott hjá þér lýðræðissinni. já ég held að ég hefði bara komið til að hlusta ef ég væri ráðherra. Það er ekki hægt að rífa niður og persónugera fólk hvort sem það eru ráðherrar eða aðrir og ætlast til að fá skinsömum svör í kjölfarið. Ég er nokkuð viss um að fundurinn skilar góðu til framtíðar. Það verða hrókeringar og hreinsanir á vissum stöðum. Verkakonan stóð sig best.. Þeir hlustuðu, þögn er oft sama og samþykki. Það má ekki kjósa fyrr en í vor. Mín skoðun og sannfæring..
Sigríður B Svavarsdóttir, 25.11.2008 kl. 23:48
mikið er ég glöð að sjá þig aftur sigga mín þín var mikið saknaðer sjálf að koma inn eftir netleysi hjá mér svo nóg verður fyrir mig að lesa hlakka til að fylgjast aftur með þér bloggvinkona knús til þín elskuleg
Brynja skordal, 26.11.2008 kl. 14:14
Blessuð og sæl!
Gaman að sjá þig aftur!
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:07
Takk fyrir Brynja mín sömuleiðis Elskuleg gaman að sjá svona vel tekið á móti sér aftur. Þið eruð öll Englar Elskurnar mínar.
Takk fyrir Ásdís mín ég vil gjarnan fá þig sem bloggvin minn Elskuleg.
Ljós og kærleikur til allra vina minna
Sigríður B Svavarsdóttir, 26.11.2008 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.