7.11.2013 | 09:44
Einföldum kerfið, tökum flækjur burt, inn með réttlætið.
Hvernig stendur á því að í öðru orðinu er talað um hagræði og hinu um bruðl?
Það er verið að tala um launahækkanir þessa dagana í prósentu eins og fyrridaginn á sama tíma er verið að tala um launamun kynjanna sem að sjálfsögðu breikkar við hverja prósentu hækkun og bilið á milli hæðst og lægst launuðu einstaklinga þessa lands.
Maður spyr sig er ekki komin tími til að koma sér upp úr þessum hugsunarhætti og hækka alla um sömu krónutölu eins og var gert hér fyrir nokkrum áratugum eða áður en prósentutalan var sett á og launamismunurinn varð svona mikill eins og raun raunin er í dag. Ef krónutalan er tekin upp leiðréttast launakjörin smásaman. Það getur ekki verið meira verðbólgu hvetjandi en er í dag.
Miðað við forsendur launahækkana sem seðlabankastjóri lét frá sér í fjölmiðlum í gær um hækkun launa um 2.5 %. á línuna. Það er eingin hækkun fyrir þá lægst launuðu. Það sér hver maður, þeir sem hafa 200 þúsund krónur í laun á mánuði fá 5000 kr. hækkun á meðan sá sem hefur miljón fær. 25 þúsund. Er ekki komin tími til að jafna svolítið launatölur landans?. Draga til baka 250 þúsund kr. hækkunina sem varð ofan á í sumar á ofurfólkið og búa til sátt.
Ég sá launatöflu ASÍ fyrir nokkrum árum og blöskraði. Ég ætla ekki að efa vinnuna undanfarinna ára við að útfæra herlegheitin. Þar ber að líta þykka bók sem inniheldur þrepaskiptingu, flokkaskiptingu og bara nefndu það og örfáar krónu hækkanir á milli þrepa.
Blessað fólkið sem er að vinna þessa vinnu fær örugglega hærri laun en hæðstu töluna sem stendur í þessari bók.
Einföldum kerfið, tökum flækjur burt, inn með réttlætið.. Hækkum launin á línuna um 20000 kr. á mánuði og einföldum kerfið.
Athugasemdir
FRÁBÆRT SIGGA
Elsa Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2013 kl. 10:36
Takk fyrir mín kæra.
Sigríður B Svavarsdóttir, 7.11.2013 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.