16.2.2013 | 12:32
EFTIR ÞVÍ SEM ÞJÓÐIN ER RÍKARI VERÐUR HÚN FÁTÆKARI!
Hugleiðin dagsins.
EFTIR ÞVÍ SEM ÞJÓÐIN ER RÍKARI VERÐUR HÚN FÁTÆKARI!
Þessi setning kom til mín í morgun þegar ég fletti blöðum dagsins. Það er sorglegt að lita til baka og sjá uppbyggingu forfeðrana vanvirtar og gleymdar í samfélagi sem telur sig geta gert allt. Forfeðurnir höfðu hvorki tæki né tól til að vinna að uppbyggingu eins og gert er í dag. Þá voru notaðar skóflur við vegagerð og alla uppbyggingu þess tíma. Þá var það hugsjónarsemi og orka mannslíkamans aflið í allri vinnu úti sem innandyra. Það var unnið frá morgni til kvölds og alltaf til framtíðar. Allt sem var unnið varð að dýrmæti í höndum þessa fólks. Allur fatnaður allur matur fór í gegnum hendur heimilanna.
Allir sjóðir urðu til vegna tilstilli þessa fólks hvort sem það var sparisjóðir eða samvinnufélög. Þetta fólk var að hugsa til framíðar með sínum dugnaði og atorku. Á örstuttum tíma náði lærða fólkið völdum og komst auðveldlega yfir fjármuni þeirra og veikti um leið uppbygginguna sem átti að standa til framtíðar. Þeim tókst að byggja upp vegi,heilsugæslu og sjúkrahús hringinn í kringum landið, pósthús og alla þjónustu sem þurfti. Okkar þjóð í dag tekst ekki að halda þeim rekstri við á nokkurn hátt því þeir hugsa bara um hagræðingu sem skilar eingöngu af sér fátækt. Mín skoðun er sú að eftir því sem fólkið lærir meira verður það fátækara af því veraldlega og einhæfara.
Athugasemdir
Sæl Sigríður og næstum því gleðilegt sumar. Og þau eru sönn orðin þín um strit forfeðra okkar og niðurrifið í dag. Það gæti hugsanlega komið gleðilegt sumar ef það tekst að stofna þennan flokk mönnuðum úr fólksfjöldanum sem hafa sýnt af sér festu og hugrekki, þessa tvo svo áríðandi eiginleika sem þarf til að stjórna með fólkinu sem bakland. Landið okkar er svo ríkt af náttúruauðæfum að 1/6 væri alveg nógur til að framfleyta okkur sómasamlega. Það er ekki alveg víst að kosningarnar geti stöðvað þessa rosalegu bylgju reiði sem er í þjóðfélaginu í dag dag og skellur yfir landið nú í sumar hvernig sem nú kosningarnar fara. Þetta er búið að gerjast í fólki frá því í haust, en hugsanlega geta þessir Okkar menn bjargað einhverju, en það ætlar sér að kasta hyskinu út af þingi og flestum opinberum stofnunum.
Eyjólfur Jónsson, 16.2.2013 kl. 13:57
Sæll Eyjólfur takk fyrir þitt innlegg.
Já gleðilegan febrúar og vonandi mars líka
Ég verð að segja þér hér því miður að ég sé mest hrædd um að það verði annað hrun því fólk virðist ekki skilja hvað gerðist og spilar í dag eins og fyrir hrun. Stjórnmálmenn haga sér eins og halda áfram í sama dúr. Það er allt byggt á sandi eins og fyrridaginn.
Þetta eru ljótar tölur sem lenda á almúanum...Því miður eru þær réttar.
1. Sólveig Pétursdóttir 3.635 milljónir, fv. þingm. og ráðherra SjálfstæðisFLokksins.
2. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 1.683 milljónir þingm. og fv. ráðherra SjálfstæðisFLokksins.
3. Herdís Þórðardóttir 1.020 milljónir fv. þingm. SjálfstæðisFLokksins.
4. Lúðvík Bergvinsson 755 milljónir, fv. þingm. Samfylkingarinnar.
5. Jónína Bjartmarz 283 milljónir, fv. þingm. og ráðherra Framsóknarfokksins.
6. Árni Magnússon 265 milljónir, fv. þingm. og ráðherra Framsóknarfokksins.
7. Ármann Kr. Ólafsson 248 milljónir, bæjarfulltrúi SjálfstæðisFLokksins.
8. Bjarni Benediktsson 174 milljónir þingm. og form. SjálfstæðisFLokksins.
9. Ásta Möller 141 milljónir fv. þingm. SjálfstæðisFLokksins.
10. Ólöf Nordal 113 milljónir þingm. og varaform. SjálfstæðisFLokksins.
ÞETTA ER TOPP TÍU LISTI AFSKRIFTA STJÓRNMÁLAMANNA FRÁ HRUNI.
8.317 MILLJÓNIR SAMAN LAGT.
Það stefnir í sömu átt 2013 ÞVÍ MIÐUR..
Sigríður B Svavarsdóttir, 25.2.2013 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.