5.10.2010 | 14:22
Vestfirðingar !
Laugardaginn 9. október 2010, kl. 17 °° verður kynning á samtökunum Landsbyggðin lifi LBL, í fundarsal Þróunarseturs Vestfjarða að Árnagötu 2-4, Ísafirði.
Framsaga:
Ragnar Stefánsson, varaformaður samtakanna LBL kynnir þau og ræðir um mikilvægi samtakanna í kjölfar kreppu
Á fundinn koma líka eftirtaldir stjórnarmenn í LBL á fundinn: Stefanía Gísladóttir, Kópaskeri, Sigríður Svavarsdóttir, Akureyri og Guðjón Dalkvist Gunnarsson, Reykhólum. Munu þau sitja fyrir svörum ásamt Ragnari um starfsemina vítt og breitt um landið
Shiran Þórisson, framkvæmdarstjóri Vaxtarsamnings Vestfjarða segir frá kjarnaverkefnum á svæðinu.
Kíkið við og takið þátt í umræðu um framtíð byggðarinnar, um tækifæri sem geta skapast á þessum umbrotatímum og um hættur sem geta steðjað að.
Allir hjartanlega velkomnir!
Landsbyggðin lifi L.B.L, er grasrótarhreyfing sem vill örva og efla byggð um land allt.
Áhersla er lögð á að tengja fólk saman og skapa samstarfsvettvang fyrir einstaklinga og hverskonar áhugamannafélög sem vilja styrkja og efla heimabyggð sína. Þannig vill L.B.L. stuðla að eflingu byggða, bæði efnahags-, menningarlega og hvað varðar almenna þjónustu.. Í samtökunum eru aðildarfélög víða um land. L.B.L. býður til aðildar og samstarfs einstaklinga, staðbundin félög og heildarsamtök sem vinna í sama anda. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi samtakanna er bent á heimasíðu þeirra á slóðinni: www.landlif.is, og sérstaklega á að koma á fundinn á laugardaginn 9. október.
Landsbyggðin lifi í samvinnu við nokkra heimamenn.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 914
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.