Færsluflokkur: Bloggar

Vissi Agnes ekki um þessa lántöku?

Hvað er að gerast, rættist ekki óskinn hennar?. Munum að dæma  ekki saklausa fyrr en sekt er sönnuð.

Góða helgi landsmenn allir.


mbl.is Yfirlýsing frá Stími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál.

Mér finnst þetta hið besta mál. Það á að skera niður hjá Rúv þannig að þessi mismunur ætti samkvæmt því ekki að velta til okkar landsmanna, sem hækkun á afnotagjöldum.

Vonandi nær skjárinn að lifa lengur, þar er verið að sýna ágæta þætti,  þeir  eru ágæt tilbreyting frá RÚV. Ekki það að RÚV sé ekki að standa sig.  Við viljum val.


mbl.is RÚV af auglýsingamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sælla er að gefa en þiggja.

Ég var svo heppinn að vera dregin út hjá Euro í gær og fékk vinning á tónleika hjá Ellen og KK annað kvöld í  Hafnafirði. Tvo miða takk fyrir. Minn fyrrverandi var heppnari en ég í okkar búskapartíð  hann vann nokkra smá vinninga, en þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ vinning. Skrítin tilfinning en gleði fylgdi henni.  Það reyndist þrautin þyngri að fá einhvern til að fara  á tónleikana, ég kemst engan vegin þar sem ég bý á Akureyri. Ég hringdi 7 símtöl áður en miðarnir gengu út.  Hahah en tókst.  Sælla er að gefa en þiggja, heyrðuð þið taktinn? Sælla er að gefa en þiggja.

Hvað veit Atli um þetta.

Er smekklegt að alþingismenn að tjái sig um sjóði bankana fyrir hrun?. Það finnst mér hæpið.

Þetta á allt að rannsaka niður í kjölinn af erlendum sérfræðingum, og byrja strax á því. Fólk á ekki að tjá sig eitthvað út í loftið án þess að vera með neitt í höndunum. 


mbl.is Segja fullyrðingar ekki eiga við Glitni sjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er eitthvað bogið við þessa peningafærslu.

Hún hlýtur að beinast að bankamanninum sem heiðarlegur reikniseigandi hafði samband við þegar innlagðar voru Evrur á hans reikning..... Svik komast alltaf upp um síðir...Vonandi koma peningar Vinnslustöðvarinnar í ljós sem fyrst.
mbl.is Fékk 30 þúsund evrur inn á reikning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er komin aftur!

Er mætt aftur á bloggið, eftir ca. 2 mánaða hlé.  Ég sá fundinn í sjónvarpinu áðan. Ég ætla að byrja á að dáðst að Gunnari stjórnanda sem stóð sig með mikilli prýði. Allt fór vel fram. Ræðu menn stóðu sig einnig vel og fluttu sínar áherslur og skoðanir með ágætum. Persónulega hefði ég viljað fá meira traust til stjórnvalda og lengri tíma fyrir þau að upplýsa þjóðina, heldur en sitja undir kaffæringu ræðu manna og spyrjanda. Ég hefði ekki viljað vera í þeirra sporum, hverjir hefðu viljað vera þar og sitja undir því líku persónulegu  niðurrifi? Og ætlast svo til að fá einlægt svar þeim ? Ég held engin. En auðvitað þurfum við meira gagnsæi og traust frá þessum ráðamönnum til að við getum verið róleg. Nú vil ég sjá skipt réttlátt til framtíðar, því nú er tækifærið.  Nýtt upphaf, grípum það. Það á að gefa upp á nýtt, og öll spil eiga að dreifast jafnt  í þessu landi. Hæðstu launin meiga ekki vera  hærri en helmingi hærri en þau lægstu. Þannig eigum við að byrja.  Öll eigum við það sameiginlegt að komum nakinn og förum nánast þannig aftur úr  jarðvistinni. Engin einstaklingur er merkilegri en annar, hvar sem við fæðumst, og svipuð tækifæri  og verkefni bíða okkar.  Allt sköpunar verkið er gert fyrir okkur og okkar þarfir til að komast af. Af jörðu ert þú komin og að jörðu skaltu aftur verða. það eina sem við tökum með okkur úr jarðlífinu er reynslan hvort sem hún var góð eða slæm. Peningar og aðrar jarðneskar eignir verða eftir sem rifrildiseignir eftirlifanda og eru sjaldnast til góðs.  Við eigum að leysa verkefni í jarðlífinu með jöfnuði og virðingu, en ekki valta fyrir hvort annað með ósvífni og græðgisvip. Sjáum ljósið það er ekki langt undan. Horfið þangað ágæta stjórnarfólk, og opnið skjóður og kistla leyndarmála fortíðar. Sýnið okkur að þið séuð traustsins verð.
mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband