Færsluflokkur: Bloggar
14.6.2015 | 22:30
Fækkum milliliðum og skiptum jafnt!
Það er komin tími til að minka bilið á milli ríkra og fátækra á Íslandi, okkar kæra landi sem gefur af sér mikinn auð, en kerfið kemur í veg fyrir að allir njóti Það er langt í frá að þjóðin græði á þessu stóra bili því auðurinn skilar sér ekki í ríkissjóð, þetta stóra bil tekna er því miður feikað með arðgreiðslum, undanskotum.
Fátækir er látnir standa undir launum stjórnarmanna og yfirbyggingu lífeyrissjóða, sem nú telja í tugum í okkar litla landi. Tala nú ekki um verkalýðsfélögin sem eru víst komin á þriðjahundrað. Hvað á þetta að þýða. Þetta sama fólk á að standa undir heilbrigðiskerfinu og skólunum sem ma. skila menntun út í samfélagið sem er síðan ekki metin að jöfnum verðleikum. Viðskiptadeildin og lögfræðideildin virðast vera frjáls á sínum tímalaunum. Meira að segja táknmálstúlkar fara fram á háar tölur. Dýralæknar selja sína vinnu ekki ódýrt, en voru samt í verkfalli. Hvernig á láglaunafólk að geta borgað brúsann þegar það er td. að borga af húsnæði sínu lágmark 150 til 200 þúsund á mánuði og fær um og undir 200 þús. útborgað ?
Framleiðnistörfin voru flutt erlendis og lifa þar góðu lífi. Þjónustustörfin hér innanlands er reynt að dekka með útlendingum helst málausum og afgreiðslustörfin ungum börnum á lágum launum . Hvernig á þetta að fara saman? Tökum okkur til og breytum þessu í eittskipti fyrir öll. Leggjum af afæturnar til dæmis með því að sameina marga tugi lífeyrissjóða höfum þá tvo sterka Eins með stéttarfélögin höfum þau tvö. Með þessu verður hægt að hækka laun á fagfólk og jafna laun á fólk sem starfar í þjónustu geiranum hvort sem það er á sjúkrahúsum, dvalarheimilum, barnaheimilum og svo framvegis. Hættum þessu bulli og greiðum eldrafólki það sem þau hafa safnað í sjóði sina og sjáum fólk fá að lifa með reisn.
Að lokum Það er haft hátt þessa dagana þegar það er verið að tala um fjölda aldraða sem eru að koma inn með þunga og á að fá greiddan lífeyri sinn. Þetta á ekki að koma neinum á óvart því allt þetta fólk er búið að borga í lífeyrissjóðinn plús það var tekin skattur af innlögninni þeirra fram að 1998 og aftur látið greiða fullan skatt í dag. Það virðist eins og engin hafa tekið eftir inngreiðslunum á meðan peningurinn rann jafn og þétt í sjóðina. Var kannski verið að blekkja fólk með því að fjölga sjóðunum og bæta við stjórnendum og starfsfólki í stað þess að gera ráð fyrir endurgreiðslu til eigandasjóðanna?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2013 | 09:44
Einföldum kerfið, tökum flækjur burt, inn með réttlætið.
Hvernig stendur á því að í öðru orðinu er talað um hagræði og hinu um bruðl?
Það er verið að tala um launahækkanir þessa dagana í prósentu eins og fyrridaginn á sama tíma er verið að tala um launamun kynjanna sem að sjálfsögðu breikkar við hverja prósentu hækkun og bilið á milli hæðst og lægst launuðu einstaklinga þessa lands.
Maður spyr sig er ekki komin tími til að koma sér upp úr þessum hugsunarhætti og hækka alla um sömu krónutölu eins og var gert hér fyrir nokkrum áratugum eða áður en prósentutalan var sett á og launamismunurinn varð svona mikill eins og raun raunin er í dag. Ef krónutalan er tekin upp leiðréttast launakjörin smásaman. Það getur ekki verið meira verðbólgu hvetjandi en er í dag.
Miðað við forsendur launahækkana sem seðlabankastjóri lét frá sér í fjölmiðlum í gær um hækkun launa um 2.5 %. á línuna. Það er eingin hækkun fyrir þá lægst launuðu. Það sér hver maður, þeir sem hafa 200 þúsund krónur í laun á mánuði fá 5000 kr. hækkun á meðan sá sem hefur miljón fær. 25 þúsund. Er ekki komin tími til að jafna svolítið launatölur landans?. Draga til baka 250 þúsund kr. hækkunina sem varð ofan á í sumar á ofurfólkið og búa til sátt.
Ég sá launatöflu ASÍ fyrir nokkrum árum og blöskraði. Ég ætla ekki að efa vinnuna undanfarinna ára við að útfæra herlegheitin. Þar ber að líta þykka bók sem inniheldur þrepaskiptingu, flokkaskiptingu og bara nefndu það og örfáar krónu hækkanir á milli þrepa.
Blessað fólkið sem er að vinna þessa vinnu fær örugglega hærri laun en hæðstu töluna sem stendur í þessari bók.
Einföldum kerfið, tökum flækjur burt, inn með réttlætið.. Hækkum launin á línuna um 20000 kr. á mánuði og einföldum kerfið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.2.2013 | 12:32
EFTIR ÞVÍ SEM ÞJÓÐIN ER RÍKARI VERÐUR HÚN FÁTÆKARI!
Hugleiðin dagsins.
EFTIR ÞVÍ SEM ÞJÓÐIN ER RÍKARI VERÐUR HÚN FÁTÆKARI!
Þessi setning kom til mín í morgun þegar ég fletti blöðum dagsins. Það er sorglegt að lita til baka og sjá uppbyggingu forfeðrana vanvirtar og gleymdar í samfélagi sem telur sig geta gert allt. Forfeðurnir höfðu hvorki tæki né tól til að vinna að uppbyggingu eins og gert er í dag. Þá voru notaðar skóflur við vegagerð og alla uppbyggingu þess tíma. Þá var það hugsjónarsemi og orka mannslíkamans aflið í allri vinnu úti sem innandyra. Það var unnið frá morgni til kvölds og alltaf til framtíðar. Allt sem var unnið varð að dýrmæti í höndum þessa fólks. Allur fatnaður allur matur fór í gegnum hendur heimilanna.
Allir sjóðir urðu til vegna tilstilli þessa fólks hvort sem það var sparisjóðir eða samvinnufélög. Þetta fólk var að hugsa til framíðar með sínum dugnaði og atorku. Á örstuttum tíma náði lærða fólkið völdum og komst auðveldlega yfir fjármuni þeirra og veikti um leið uppbygginguna sem átti að standa til framtíðar. Þeim tókst að byggja upp vegi,heilsugæslu og sjúkrahús hringinn í kringum landið, pósthús og alla þjónustu sem þurfti. Okkar þjóð í dag tekst ekki að halda þeim rekstri við á nokkurn hátt því þeir hugsa bara um hagræðingu sem skilar eingöngu af sér fátækt. Mín skoðun er sú að eftir því sem fólkið lærir meira verður það fátækara af því veraldlega og einhæfara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2012 | 11:39
Páskakveðja!
Er ferlega löt við að vera hér inni síðan faceið kom. Allt of löt........
Óska öllum vinum mínum og landsmönnum um allt land Gleðilegra páska.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2012 | 15:53
Fann þessa spá í fórum mínum hún varð til 2010...
Þessi spá mín er en í gildi, því set ég hana hér..
Landið verður lengi að hrista af sér óværuna, sem hefur safnast upp á mörgum árum og magnaðist um of á þessu ári.Fyrirgefning er þörf í brjóstum landans til ráðamanna sem fóru fram úr sér í hugsunum og gjörðum. Þeir eru ekki öfundsverðir, en þeir tóku virkan þátt í græðginni og hlustuðu ekki á þá sem mótmæltu örlögum þeirra nú. Þeir sem minna hafa á milli handa eru ríkir í dag. Þeir urðu í einum vettvangi öfundsverðir því þeir sem fóru fram úr sér fjárhaldslega með hroka , gangvart samferðamönnum sínum, öfunda í dag þá sem héldu ró sinni og eiga ríkt hjarta, og stöðuleika til framtíðar. Þeir nýríku sem halda sínum veraldlegu eignum fá ekki frið í hjarta sínu, þeim mun líða illa. Það verða nýir aðilar sem taka við stjórninni á öllum sviðum á ögurstundu. þeir eru reynslulausir, en með ákveðnar hugmyndir í farteskinu. Þeir skapa óróleika sem er ekki góð orka til að byrja með. Mikið óöryggi mun ná yfirhöndinni, og verður erfitt að snúa við landslaginu vegna reiði og öfundar ákveðinna afla. Það myndast vond orka.Upp úr standa þeir sem hafa öryggið og kunna að nýta það sem náttúran gefur, þeim sem eru tengdir jörðinni, og eru staðfastir í sinni trú á hið góða. 2010: Verður ár nýrra framfara og vakningar til lífsins. Það mun myndast ný orka sem gerir það að verkum að það eiga eftir að spretta upp mörg ný störf á gamalli þekkingu forfeðra okkar, orka sem gengin verður til góðs. Það er mikið til af lærðu fólki sem virkjar sig í hin ólíklegustu sprotastörf. Fyrirtækin verða smá en mörg, og hráefnin tekin úr íslenskri náttúru. Eftir 10 ár verður litið til Íslendinga með virðingu, ekki síst sem góða fyrirmynd. Ný kynslóð Íslendinga mun vanda sig og ekki síst hlusta á þá sem eru komnir efri ár. Sú þekking mun ná fram að ganga með lagni til að byrja með og síðan sem djúp vitund og virðing fyrir gjöfum guðs þegar fram sækir. Það verður úrelt að svífa á vegi græðgi og jarðteningaleysis . Þau öfl sem hafa ráðið ferðinni, láta sig hverfa á vit fortíðar og spóla áfram, en komast ekkert fyrir jarðtengdu fólki sem gerir sér það ljóst, að allir jarðarbúar fara með sína reynslu í hjartanu (skjóðunni) hvort sem hún er góð eða slæm, yfir í eilífðina sjálfa. Þar uppskerum við okkur sjálf. 2010 byrjar á nettum nótum. Allir verða feimnir við næsta dag því óttinn er í nálægð og reynsla fyrri ára. En það mun koma fram maður réttvísinnar um miðjan janúar og gefa kost á sér í lykilstöðu. Hann mun sanna sig og gefa fólki traust og virðuleika. Honum er ljóst að það þarf að taka til á öllum stöðum til að umbreyta orkunni og jafna henni. Hann um taka til eins og sagt er með stóru hjarta, og raunsærri trú á líf og land. Þegar haustar mun sjást árangur þessara verka, og sól mun skína bjartar í hjörtum landans. Þessi einstaklingur lætur ekkert á sig fá þegar fortölur þeirra sem mistókst, láta í sér heyra. Það fer nefnilega þannig að það minkar bilið á milli ríkra og fátæktar í veraldlegum gæðum, og jöfnuður mun ríkja til framtíðar. Þetta þola ekki allir, því margir eru með bundið fyrir bæði augu, og sjá bara sjálfan sig og græðgina. Því hærra sem þeir hafa, því mun framtíð þeirra versna. 2010 mun ríkja mikið ljós yfir landinu, því orkan verður í jafnvægi. Það munu opnast möguleikar á fleiri búum á landsbyggðinni og lífræn ræktun verður ofan á til framtíðar litið. Ísland verður matarkista Evrópu og fyrirmynd í ræktun. Heilsufar mun verða betra og vakning miklu betri á öllum sviðum.Matvælaiðnaður verður allur endurskoðaður með hollustu í fyrirrúmi. Lyf og læknisfræðin endurskoðuð með háþróun og metnað á flestum sviðum. Ferðaþjónusta og heilsusetur fara saman um allt land. Lög og reglur um hugræna orku og lækningar verða endurskoðaðar, og gefur það góða raun. Við verðum meira meðvituð um gæftir landsins okkar og setjum heilsu og hollustu í fyrirrúm. Álbræðslur og þess konar verksmiðjur verða á undan haldi, en settar upp nýjar verksmiðjur sem eiga að vinna úr því hráefni sem þegar er fyrir hér á landi, svo sem ál, landbúnaðarvöru allskonar, fiski og önnur vinnsla úr lífrænu hráefni. Þessi vinnsla mun breyta innsýn fólks á nýtingu hráefna sem hefur verið skolað fyrir borð á tímum græðginnar til margra ára. Vakning nýunga sem blasir við öllum en fáir sjá, verður sýnileg og virkt af fólkinu í landinu. Fólk verður meðvitað um að það smáa gefur gildin, en ekki hið stóra og grimma.Jarðir sem auðmenn keyptu á sínum tíma fara aftur í nýtingu. Þær hafa stíflað orkuflæði landsbyggðar vegna hugsana sem settar voru þar niður. Uppskeran var græðgi og vanhugsun eiganda. Þessi orka þeirra truflaði orkuflæðið í sveitum landsins og hafa sett neikvæðan stimpil á ákveðið flæði í lífi bænda.Þessi orka mun breytast og færri bændur þurfa á því að halda að vinna úti frá með búunum. Skuldsettur bóndi á erfitt með að halda því sem hann er skráður fyrir, en bændur mynda skjaldborg um þá sem erfiðast eiga. Þeir munu þurfa að selja tæki og tól sem aðrir geta nýtt sér á nýbílunum. Fiskiðnaðurinn verður að koma allur að landi, sem eign þjóðarinnar. Um þetta verður karpað lengi vel, en ofan á verður að þjóðin á fiskimiðinn. Það endar á því að kvótanum verður úthlutað á sjávarsíðuna í kringum landið og ró kemst á, en þetta gerist ekki að fullu fyrr en 2012. Landsbyggðin mun vaxa í augum þeirra sem hafa formælt henni á undan förnum árum, enda hafa þeir ekkert annað til að lifa á. Fyrirgefningin og sættir á öllum vígstöðum verður að ganga til að vel fari. Lesandi góður, það gera allir mistök, þú líka. Fyrirgefðu sjálfum þér öll mistök sem þú gerðir meðvitað og ómeðvitað, og fyrirgefðu þeim sem voru alltaf að gera sitt besta að eigin sögn. Fyrirgefðu öllum í hjarta þínu inn á við og út á við. Vertu ljósið í lífi þínu, játaður að við erum öll mannleg, ríkisstjórnin líka, þó hún hafi siglt skútunni í strand. Njótum nýs upphafs, skolum reiðinni fyrir borð. Þá mun okkur farnast vel.Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2011 | 15:11
Mjög langt síða ég hef komið við á þessari síðu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2010 | 22:40
Áhrif sameiningar um allt land.
Eru þetta ekki sveitafélögin sem er búið að sameina sem eru skuldsettust? Mér sýnist það nú vera. Var það ekki í sameiningarpakkanum forðum sem skuldsetning sveitafélagana fór af stað? Voru ekki loforðin hjá ríkisstjórninni að skaffa peninga sem áttu að fara í mannvirki á svæðunum og önnur mannvirki sett í eyði sem voru nothæf áður? Sveitafélögin voru sett á kaf í skuldir af ríkinu. Ef ég man rétt þá borgaði ríkið 40% og skuldsetti sveitafélögin 60% um leið.
ja svei.
Alvarleg staða sveitarfélaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2010 | 23:04
Veit einhver ??
Ekki heimilt að gengistryggja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2010 | 13:25
Margar hendur vinna létt verk.
Einn kom með veghefil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)