19.11.2009 | 13:57
Ég er ekki hissa.
Ég er nú ekkert hissa á því þó fólk láti ekki fífla sig meira í fjármálum. Er ekki komin tími til að við stöndum saman sem þjóð og horfum á dæmið sem við erum í raunsæisaugum og reynum að spila sameinginlega úr því sem við stöndum frammi fyrir úr því sem komið er. Ég held að ekkert geti versnað úr þessu, og muni lagast þegar gjaldeyririnn fyrir útflutninginn skilar sér heim. Ég vil fá þjóðstjórn svo allt karp og barnalegir frasar fjúki burt af hinu háa alþingi sem er ansi lágt í hjarta margra landa. Ég vil spillinguna burt af öllum vígstöðum og grasrótina inn. Það er framtíðin.
38,5% hafa afþakkað greiðslujöfnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.