Fjögur hús???

Það kemur fram í fréttinni að húsin eru einungis 4 talsins, mig undrar það. Jórunn lofaði í sumar að það yrði engin á götunni í haust. Kannski hefur þeim fjölgað sem eru á götunni, ég veit það ekki, en fjöldinn var meiri síðastliðið vor ef ég man rétt.  Nú er þetta allt í einu orðið prófverkefni, og flestir á götunni áfram í vetur Ja svei. Því miður grunaði mig að þarna yrði ekki staðið við loforð, Jórunn var of kokhraust þegar hún var að segja frá þessum ókomnu smáhýsum.

Ég tek því fram að ég þekki engan sem er á götunni, en ég kenni í brjósti um þá.


mbl.is Slegist um smáhýsi götufólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það hefur aldrei verið staðið við loforð gagnvart þessu fólki og það er skömm að þessu á meðan þessir toppar lifa í alsnægtum.
Knús til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.12.2008 kl. 19:31

2 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

hræðilegt að hugsa til þess að aumingjans fólkið hafi ekkert húsaskjól

Knús á þig vinkona

Guðný Einarsdóttir, 4.12.2008 kl. 00:28

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 4.12.2008 kl. 09:15

4 identicon

Hef sagt á öðrum stað að þetta er með því sárara sem ég sé.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 12:57

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þeir eiga alla mína samúð, þessar blessaðar manneskjur. Kærleikur til þín Sigga mín

Kristín Gunnarsdóttir, 4.12.2008 kl. 13:51

6 Smámynd: Brynja skordal

Já sorglegt er þetta knús til þín ljúfust

Brynja skordal, 4.12.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband