14.6.2015 | 22:30
Fækkum milliliðum og skiptum jafnt!
Það er komin tími til að minka bilið á milli ríkra og fátækra á Íslandi, okkar kæra landi sem gefur af sér mikinn auð, en kerfið kemur í veg fyrir að allir njóti Það er langt í frá að þjóðin græði á þessu stóra bili því auðurinn skilar sér ekki í ríkissjóð, þetta stóra bil tekna er því miður feikað með arðgreiðslum, undanskotum.
Fátækir er látnir standa undir launum stjórnarmanna og yfirbyggingu lífeyrissjóða, sem nú telja í tugum í okkar litla landi. Tala nú ekki um verkalýðsfélögin sem eru víst komin á þriðjahundrað. Hvað á þetta að þýða. Þetta sama fólk á að standa undir heilbrigðiskerfinu og skólunum sem ma. skila menntun út í samfélagið sem er síðan ekki metin að jöfnum verðleikum. Viðskiptadeildin og lögfræðideildin virðast vera frjáls á sínum tímalaunum. Meira að segja táknmálstúlkar fara fram á háar tölur. Dýralæknar selja sína vinnu ekki ódýrt, en voru samt í verkfalli. Hvernig á láglaunafólk að geta borgað brúsann þegar það er td. að borga af húsnæði sínu lágmark 150 til 200 þúsund á mánuði og fær um og undir 200 þús. útborgað ?
Framleiðnistörfin voru flutt erlendis og lifa þar góðu lífi. Þjónustustörfin hér innanlands er reynt að dekka með útlendingum helst málausum og afgreiðslustörfin ungum börnum á lágum launum . Hvernig á þetta að fara saman? Tökum okkur til og breytum þessu í eittskipti fyrir öll. Leggjum af afæturnar til dæmis með því að sameina marga tugi lífeyrissjóða höfum þá tvo sterka Eins með stéttarfélögin höfum þau tvö. Með þessu verður hægt að hækka laun á fagfólk og jafna laun á fólk sem starfar í þjónustu geiranum hvort sem það er á sjúkrahúsum, dvalarheimilum, barnaheimilum og svo framvegis. Hættum þessu bulli og greiðum eldrafólki það sem þau hafa safnað í sjóði sina og sjáum fólk fá að lifa með reisn.
Að lokum Það er haft hátt þessa dagana þegar það er verið að tala um fjölda aldraða sem eru að koma inn með þunga og á að fá greiddan lífeyri sinn. Þetta á ekki að koma neinum á óvart því allt þetta fólk er búið að borga í lífeyrissjóðinn plús það var tekin skattur af innlögninni þeirra fram að 1998 og aftur látið greiða fullan skatt í dag. Það virðist eins og engin hafa tekið eftir inngreiðslunum á meðan peningurinn rann jafn og þétt í sjóðina. Var kannski verið að blekkja fólk með því að fjölga sjóðunum og bæta við stjórnendum og starfsfólki í stað þess að gera ráð fyrir endurgreiðslu til eigandasjóðanna?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.