Fann þessa spá í fórum mínum hún varð til 2010...

Þessi spá mín er en í gildi, því set ég hana hér.. 

Landið verður lengi að hrista af sér óværuna, sem hefur safnast upp á mörgum árum og magnaðist um of á þessu ári.Fyrirgefning er þörf í brjóstum landans til ráðamanna sem fóru fram úr sér í hugsunum og gjörðum.  Þeir eru ekki öfundsverðir, en þeir tóku virkan þátt í græðginni og hlustuðu ekki á þá sem mótmæltu örlögum þeirra nú.   Þeir sem minna hafa á milli handa  eru ríkir í dag.  Þeir urðu í einum vettvangi  öfundsverðir því þeir sem fóru fram úr sér fjárhaldslega  með hroka , gangvart samferðamönnum sínum, öfunda í dag þá  sem héldu ró sinni og eiga ríkt hjarta, og stöðuleika til framtíðar. Þeir nýríku sem halda sínum veraldlegu eignum  fá ekki frið í hjarta sínu, þeim mun líða illa.  Það verða nýir aðilar  sem taka við stjórninni  á öllum sviðum á ögurstundu.  þeir eru reynslulausir, en með ákveðnar hugmyndir í farteskinu.  Þeir skapa óróleika sem er ekki  góð orka til að byrja með. Mikið óöryggi mun ná yfirhöndinni, og verður erfitt að snúa við landslaginu vegna reiði og öfundar ákveðinna afla.  Það myndast  vond orka.Upp úr standa  þeir sem hafa  öryggið og kunna að nýta það sem náttúran gefur,  þeim sem eru tengdir jörðinni, og eru staðfastir í sinni trú á hið góða. 2010:  Verður ár nýrra framfara og vakningar til lífsins. Það mun myndast ný orka sem gerir það að verkum að  það eiga eftir að spretta upp mörg ný störf  á gamalli þekkingu forfeðra okkar,  orka sem  gengin verður til  góðs.  Það er  mikið til af lærðu fólki sem virkjar sig  í hin ólíklegustu sprotastörf.  Fyrirtækin verða smá en mörg, og hráefnin tekin úr íslenskri náttúru.  Eftir 10 ár verður litið til Íslendinga með virðingu, ekki síst sem góða fyrirmynd.  Ný kynslóð  Íslendinga mun vanda sig og ekki síst hlusta á þá sem eru komnir  efri ár. Sú þekking mun ná fram að ganga með lagni til að byrja með og síðan sem djúp vitund og virðing fyrir gjöfum guðs þegar fram sækir. Það verður úrelt að svífa á vegi græðgi  og jarðteningaleysis . Þau öfl sem hafa ráðið ferðinni, láta sig hverfa á vit  fortíðar og spóla  áfram, en komast ekkert  fyrir jarðtengdu fólki sem gerir sér það ljóst, að allir jarðarbúar fara með sína reynslu í hjartanu (skjóðunni) hvort sem hún er góð eða slæm, yfir í eilífðina sjálfa. Þar uppskerum við okkur sjálf.  2010 byrjar á nettum nótum. Allir verða feimnir við næsta dag því óttinn er í nálægð og reynsla fyrri ára.  En það mun koma fram maður réttvísinnar  um miðjan janúar og gefa kost á sér í lykilstöðu. Hann mun sanna sig og gefa fólki traust og virðuleika. Honum er ljóst að það þarf að taka til á öllum stöðum til að umbreyta orkunni  og jafna henni.  Hann um taka til eins og sagt er með stóru hjarta, og raunsærri trú á líf og land. Þegar haustar mun sjást árangur þessara verka, og sól mun skína bjartar í  hjörtum landans. Þessi einstaklingur lætur ekkert á sig fá þegar fortölur þeirra sem mistókst,  láta í sér heyra.  Það fer nefnilega þannig að það minkar bilið á milli ríkra og fátæktar í veraldlegum gæðum, og jöfnuður mun ríkja til framtíðar. Þetta þola ekki allir, því margir eru með bundið fyrir bæði augu, og sjá bara sjálfan sig og græðgina. Því hærra sem þeir hafa, því mun framtíð þeirra versna. 2010 mun ríkja mikið ljós yfir landinu, því orkan verður í jafnvægi.  Það munu opnast möguleikar á fleiri  búum á landsbyggðinni og lífræn ræktun  verður ofan á til framtíðar litið.  Ísland verður matarkista Evrópu  og fyrirmynd í ræktun. Heilsufar mun verða betra og vakning miklu betri á öllum sviðum.Matvælaiðnaður verður allur endurskoðaður með hollustu í fyrirrúmi.  Lyf og læknisfræðin endurskoðuð með  háþróun og metnað á flestum sviðum. Ferðaþjónusta og heilsusetur fara saman um allt land.  Lög og reglur  um hugræna orku og lækningar verða endurskoðaðar, og gefur það góða raun. Við verðum meira meðvituð um gæftir landsins okkar og setjum heilsu og hollustu í fyrirrúm.  Álbræðslur og þess konar verksmiðjur   verða á undan haldi, en settar upp nýjar  verksmiðjur sem eiga að vinna úr því hráefni sem þegar er fyrir hér á landi, svo sem ál,  landbúnaðarvöru allskonar, fiski  og önnur  vinnsla úr  lífrænu hráefni. Þessi vinnsla  mun breyta innsýn fólks á nýtingu hráefna  sem hefur verið skolað fyrir borð á tímum græðginnar til margra ára.  Vakning nýunga sem blasir við öllum en fáir sjá, verður sýnileg og virkt af fólkinu í landinu.  Fólk verður meðvitað um að það smáa  gefur gildin, en ekki hið stóra og grimma.Jarðir sem auðmenn keyptu á sínum tíma fara aftur í nýtingu.  Þær hafa stíflað orkuflæði landsbyggðar vegna hugsana sem settar voru þar niður. Uppskeran var græðgi og vanhugsun eiganda.  Þessi orka þeirra truflaði  orkuflæðið  í  sveitum landsins  og hafa sett neikvæðan stimpil á ákveðið  flæði  í lífi bænda.Þessi orka mun breytast og  færri bændur þurfa á því að halda að vinna úti frá með búunum. Skuldsettur bóndi á erfitt með að halda því sem hann er skráður fyrir, en bændur mynda skjaldborg um þá sem erfiðast eiga.  Þeir munu þurfa að selja tæki og tól sem aðrir geta nýtt sér á nýbílunum.  Fiskiðnaðurinn verður að koma  allur að landi, sem eign þjóðarinnar. Um þetta verður karpað lengi vel, en ofan á verður að  þjóðin á fiskimiðinn. Það endar á því að kvótanum verður úthlutað á sjávarsíðuna í  kringum landið  og ró kemst á, en þetta gerist ekki að fullu fyrr en 2012.  Landsbyggðin mun vaxa í augum þeirra sem hafa formælt henni á undan förnum árum, enda hafa þeir ekkert annað til að lifa á. Fyrirgefningin og sættir á öllum vígstöðum verður að ganga til að vel fari. Lesandi góður, það gera allir mistök, þú líka.  Fyrirgefðu sjálfum þér öll  mistök sem þú gerðir meðvitað og ómeðvitað, og fyrirgefðu þeim sem voru alltaf að gera sitt besta að eigin sögn.  Fyrirgefðu öllum í hjarta þínu  inn á við og út á við. Vertu ljósið í lífi þínu, játaður að við erum öll mannleg, ríkisstjórnin líka, þó hún hafi siglt skútunni í strand.  Njótum nýs upphafs, skolum reiðinni fyrir borð. Þá mun okkur farnast vel.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: josira

Takk fyrir þessa stórgóðu og athyglisverðu spá og sýn á landið okkar góða og þjóðina, Sigga mín. Og það má sjá og lesa eins og þú nefndir, að hún er víðtækari en svo að hún eigi aðeins við eitt ár. Þetta er spá, sem nær yftir til komandi ára.

Endilega farðu nú að skrifa meir og gerðu orðin þín og skilaboð sjáanlegri.

josira, 17.1.2012 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband