Tvö áföll á Akueyri.

Það er alltaf sparkað í þá sem lægstir eru.  Þarna er þörf á hjálp ef einhvern tímann er þörf, þá er hún í dag fyrir þá sem mæðir mikið á eftir hrunið mikla. Það hlýtur að vera hægt að skoða aðra þætti innan stofnunninnar. 

Síðan langar mig til að bæta við þessa frétt annarri frétt sem er ekki áberandi hér, en brennur á mér  og öðrum landsbyggðarfólki.

Það heyrist ekki mikið um reglur EES þessa dagana. Allskonar reglur sem hefur verið hampað undanfarin ár.. Hvað varð um þær? Ekki það  að ég hafi verið mjög hlynnt þessum reglum og þvingunum undanfarinna ára, og alls ekki öllum þeim auka kostnaði  sem fólk var látið borga til að geta haldið  rekstri sínum áfram.. Ég get ekki  orðabundist.  Það kom nefnilega meðal annars..“ með reglum EES“ að fólk sem er vistað   stofnunum ætti að vera á einbýli, herbergi sem er ákveðið í fermetra stærð og innangengt á snyrtingu.  Það var gefin viss tími til að breyta herbergjaskipan, og að sjálfssögðu  fóru flestir af stað,  en auðvitað með miklum tilkostnaði ..  Þessi breyting er víða komin sem betur fer, og gefur heldriborgurum frelsi til að lifa með reisn. Nú virðist vera eins og þessar reglur hafi hrunið undir bákn bankana og finnist ekki frekar en fjármagnið sem varð til vegna EES reglnanna. 

Erum við kannski gengin aftur úr EES?? Það væri betur ef svo væri.

Ég er að rifja þetta upp í kjölfar fréttar sem ég var að hlusta á í svæðisútvarpinu í kvöld. Það á nefnilega að leggja niður stofnun á Akureyri sem er kölluð Sel. Þessi stofnun er öldrunarstofnun.

 Heil deild,  byggð á sínum tíma sem einbýli, einstaklingarnir fá að búa þar til  6 jan . Flytja á þá starfssemina  á Kristnes. Þar  verður fólkið að búa með öðrum í herbergi.  Stórt spor aftur á bak í sögu þjóðar. Hvað eru lög, og hvað eru kenjar.?

Það væri fróðlegt að sjá fleiri EES reglur tínast eins og þessar, og væru glataðar þeim sem  voru þvingaðir til að taka þær  upp.

Þá á ég td. við  hvíldartíma bílstjóranaWoundering sem Sturla og félagar mótmæltu á sínum tíma, en upp skáru gas.  Hvernig væri að nota nú gasið á svikahrappana í þjóðfélaginu og á þá sem eru nú að brjótareglur, komast upp með það...

 


mbl.is Uppsagnir á geðdeild FSA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já skrítn eru öll þessi lög sem hafa streimt hér yfir okkur erlemdis frá ,sem hafa jú kostað landsmenn mikla fjármuni í gegnum árin ,en það vekur mig furðu  ef það er farið að slaka á klónni með þessi öfgakendu lög ,en það getur varla verið að það verði stígið sktef aftr í liðinn tíma og það í heilbrigðisgeiranum sem á að vera allmrtkilegur hér á landi ,og mikiðflókinn.Skildu þeir eiga eitthvað eftir af gasinu fræga  ,eða er þetta bara prumpugas með illum daun ,hahahahahahahaha.

Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 19:38

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 30.12.2008 kl. 20:48

3 Smámynd: Ásta Steingerður Geirsdóttir

Sæl gæskan. "Það ríður ekki við einteyming" þessa dagana á skerinu okkar. Það er bara gamla sagan með niðurskurðinn gamalkunna. Þeir sem minnst mega sín verða fyrstir fyrir skerðingu. Davíð var að vísu að lækka launin sín og  er nú greykarlinn bara með 1,3 millur á mánuði. Ég veit bara ekki hvernig hann á að komast af, sárvorkenni honum skinnu því arna.

Veistu það Sigga mín, að ég er gjörsamlega orðlaus yfir framgangi þeirra sem ráða ríkjum á landinu okkar. Þeir valda mér bæði viðbjóði og klígju. Þeir eru varla þess verðir að nafn þeirra sé nefnt, svo aumkunarverðir eru þeir.

Ég þakka þér fyrir góða viðkynningu hér á vefnum og óska þér og þínum góðra og friðsælla áramóta. Verum svo sterk á nýju ári og komum öllu þessu spillta pakki frá völdum. 

Ásta Steingerður Geirsdóttir, 30.12.2008 kl. 22:32

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er dekrað við glæpamenn, þeir fá sér herbergi með flatskjám og öllum herlegheitum, en gamlingjarnir dúsa eina og síld í tunnu. Segir ýmislegt um gildismatið í þjóðfélaginu.

Baldur Hermannsson, 30.12.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband